Viðskipti innlent

Um 400 innistæðueigendur Kaupþings bíða eftir bótum til 2017

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Meira en 400 breskir innistæðueigendur, sem áttu innistæður hjá Kaupþingi, munu þurfa að bíða í átta ár eftir að fá greiddar innistæður sínar til baka. Um þetta er fjallað í frétt á vef Daily Telegraph.

Fjórtán mánuðir eru liðnir frá bankahruni og segir Telegraph að fjölmargir viðskiptavinir Kaupþing Singer & Friedlander á eynni Mön séu að bíða ásamt fagfjárfestum eftir því að fá tjón sitt bætt.

Samkvæmt tímaáætlun sem PricewaterhouseCooper,skiptastjóri bankans, setti upp má búast við því að lokagreiðslur til innistæðueigendanna komi ekki fyrr en árið 2017. Þeir munu fá 80% af fjármunum sínum til baka.

Það tók stjórnvöld á Mön næstum ár að greiða innistæður upp að 50 þúsund pundum en innistæðueigendur sem áttu hærri fjárhæðir bíða enn eftir bótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×