Viðskipti innlent

Vilja halda Festi áfram í bæjarfélaginu

MYND/Stefán

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í gær samhljóða ályktun þar sem mikilvægi þess að hafnfirska fiskvinnslufyrirtækið Festi ehf. verði áfram í bænum. Fyrirtækið er komið í þrot og hefur Landsbankanum verið falið af skiptastjóra þrotabúsins að sjá um söluna á því.

„Bæjarstjórn Hafnarfjarðar telur mikilvægt að starfsemi sú sem fiskvinnslufyrirtækið Festi ehf. hefur borið uppi haldi áfram í Hafnarfirði," segir í ályktuninni.

„Mikilvægt er að viðhafa opið og gegnsætt söluferli á eignum og heimildum fiskvinnslufyrirtækisins Festis ehf. Það er ein af forsendum þess að gæta hagsmuna starfsfólks og þeirrar starfsemi sem hefur verið mikilvæg fyrir atvinnulíf í Hafnarfirði. Hjá Festi hafa unnið um 40 manns í fiskvinnslu og umsvif fyrirtækisins hafa skapað margvísleg störf við þjónustu og sjávarútveg í Hafnarfirði. Í ljósi núverandi stöðu atvinnumála er afar mikilvægt að standa vörð um þau mikilvægu störf sem eru til staðar í grunnatvinnuvegum samfélagsins," segir ennfremur.

Að lokum er undirstrikað að atvinnuöryggi og hagsmunir starfsmanna Festis séu eitt af þeim lykilatriðum sem verður að horfa til við sölu og framtíðarstöðu fyrirtækisins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×