Viðskipti innlent

Ný stjórn skipuð í Íslandsbanka

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Búið er að skipa nýja stjórn í Íslandsbanka samkvæmt heimildum Vísis en það kom einnig fram í hádegisfréttum RÚV.

Jón Sigurðsson, sem hefur verið formaður samninganefndar ríkis um gjaldeyrislán, verður stjórnarformaður bankans samkvæmt RÚV en það er þó háð samþykki Fjármálaeftirlitsins og er þeirra niðurstöðu beðið.

Samkvæmt RÚV verða tveir Bandaríkjamenn, einn Norðmaður, Breti og þrír Íslendingar sem munu sitja í stjórn bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×