Kröfuhafar DeCode ósáttir 21. desember 2009 18:40 Kröfuhafar Decode gerðu athugasemdir við söluna á íslenska hluta félagsins við gjaldþrotadómstól í Bandaríkjunum. Að mati þeirra er sala á félaginu einungis innherjum í hag, kaupverðið of lágt og óttast þeir að viðkvæmar upplýsingar úr gagnagrunni verði seldar. Lögmaður Decode, segir í samtali við fréttastofu að dómstóllinn hafi þegar úrskurðað um athugasemdir kröfuhafanna og hafi þeim verið vísað á bug. Í nóvember bárust fréttir af því að Íslensk erfðagreining héldi velli í að minnsta kosti 2 ár eftir að móðurfélagið, Decode, fór í gjaldþrotameðferð. Það var Saga Investments sem gerði kauptilboð í Íslenska erfðagreiningu en tvö fjárfestingafélög standa á bak við Saga. Kröfuhafar hafa nú gert athugasemdir við söluna og sent mótmæli inn til gjaldþrotadómstólsins í Delaware í Bandaríkjunum. Í athugasemdunum, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir m.a. að ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna kröfuhafa heldur hafi upprunalegir fjárfestar, sem hafi átt í langvarandi sambandi við stjórn Decode fengið verulega stóran hluta eigna félagsins á silfurfati. Þeir fjárfestar hafi í samráði við ýmsa fyrrum og núverandi stjórnendur og lykilstarfsmenn Decode gert kauptilboðið. Þeir hafi m.a. vilja tryggja að þeir haldi störfum sínum eða fá sambærilegar stöður í hinu nýja félagi. Þá eru tímamörk sem sett voru til að skila inn öðrum tilboðum gagnrýnd og þau sögð vera hönnuð til að koma í veg fyrir að aðrir fjárfestar gætu gert tilboð í Íslensku erfðagreiningu. Þá er það einnig nefnt að Saga Investments muni við söluna eignast gagnagrunn Íslenskrar erfðagreiningar sem mikill styr stóð um hér á landi þegar stofnun hans var heimiluð; en upplýsingar um alla Íslendinga áttu að fara í grunninn, nema þeir segðu sig úr honum sérstaklega. Kröfuhafar segja að í kauptilboðinu komi fram að gagnagrunnurinn verði áfram háður persónuvernd. Hún heimili ekki að gögn séu sýnd þriðja aðila. Hinsvegar sé hugsanlegt að félagið reyni að hámarka hagnað sinn með því að markaðssetja gagnasafnið til þriðja aðila, líkt og vísindamanna eða lyfjafyrirtækja. Kári Stefánsson, stofnandi Decode, sagðist í samtali við fréttastofu ekkert hafa um málið að segja heldur biði hann niðurstöðu gjalþrotadómstólsins þann 14. janúar næstkomandi. Rétt fyrir kvöldfréttir hafði lögmaður Decode hins vegar samand og sagði að dómstóllinn hafi þegar vísað athugasemdunum á bug. Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Kröfuhafar Decode gerðu athugasemdir við söluna á íslenska hluta félagsins við gjaldþrotadómstól í Bandaríkjunum. Að mati þeirra er sala á félaginu einungis innherjum í hag, kaupverðið of lágt og óttast þeir að viðkvæmar upplýsingar úr gagnagrunni verði seldar. Lögmaður Decode, segir í samtali við fréttastofu að dómstóllinn hafi þegar úrskurðað um athugasemdir kröfuhafanna og hafi þeim verið vísað á bug. Í nóvember bárust fréttir af því að Íslensk erfðagreining héldi velli í að minnsta kosti 2 ár eftir að móðurfélagið, Decode, fór í gjaldþrotameðferð. Það var Saga Investments sem gerði kauptilboð í Íslenska erfðagreiningu en tvö fjárfestingafélög standa á bak við Saga. Kröfuhafar hafa nú gert athugasemdir við söluna og sent mótmæli inn til gjaldþrotadómstólsins í Delaware í Bandaríkjunum. Í athugasemdunum, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir m.a. að ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna kröfuhafa heldur hafi upprunalegir fjárfestar, sem hafi átt í langvarandi sambandi við stjórn Decode fengið verulega stóran hluta eigna félagsins á silfurfati. Þeir fjárfestar hafi í samráði við ýmsa fyrrum og núverandi stjórnendur og lykilstarfsmenn Decode gert kauptilboðið. Þeir hafi m.a. vilja tryggja að þeir haldi störfum sínum eða fá sambærilegar stöður í hinu nýja félagi. Þá eru tímamörk sem sett voru til að skila inn öðrum tilboðum gagnrýnd og þau sögð vera hönnuð til að koma í veg fyrir að aðrir fjárfestar gætu gert tilboð í Íslensku erfðagreiningu. Þá er það einnig nefnt að Saga Investments muni við söluna eignast gagnagrunn Íslenskrar erfðagreiningar sem mikill styr stóð um hér á landi þegar stofnun hans var heimiluð; en upplýsingar um alla Íslendinga áttu að fara í grunninn, nema þeir segðu sig úr honum sérstaklega. Kröfuhafar segja að í kauptilboðinu komi fram að gagnagrunnurinn verði áfram háður persónuvernd. Hún heimili ekki að gögn séu sýnd þriðja aðila. Hinsvegar sé hugsanlegt að félagið reyni að hámarka hagnað sinn með því að markaðssetja gagnasafnið til þriðja aðila, líkt og vísindamanna eða lyfjafyrirtækja. Kári Stefánsson, stofnandi Decode, sagðist í samtali við fréttastofu ekkert hafa um málið að segja heldur biði hann niðurstöðu gjalþrotadómstólsins þann 14. janúar næstkomandi. Rétt fyrir kvöldfréttir hafði lögmaður Decode hins vegar samand og sagði að dómstóllinn hafi þegar vísað athugasemdunum á bug.
Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira