Viðskipti innlent

Skattaskjólin aðeins til feluleikja

Skráning félaga í skattaskjólum hefur varla verið til annars en að fela eitthvað, segir Elín Árnadóttir, yfirmaður skattasviðs Pricewaterhousecoopers. Hún bendir á að um áramót taki gildi hér á landi nýjar reglur um að framvegis skuli telja fram tekjur sem fólk hefur af svonefndum aflandsfélögum.

Ríkisskattstjóri vinnur að því að greina eignarhalds á um fjögur hundruð félögum í skattaskjólum og útiloka ekki málsóknir til þess að sækja upplýsingar. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að einn eigandi slíks aflandsfélags hefði óskað eftir endurálagningu skatta sinna og greiðir áttatíu milljónir króna vegna endurálagningar. Slík fjárhæð dugar fyrir fjórum fimmtu af því sem kostar að reka hæstarétt á einu ári.

Elín Árnadóttir segir að hingað til hafi aðeins þurft að telja fram nafnvirði félaga sem skráð eru í skattaskjólum og arð sem greiddur hefur verið hingað heim. Þetta breytist um áramót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×