Viðskipti innlent

Jólaverslunin svipuð og árið 2007

Kaupmenn eru ánægðir með jólaverslun þó hún hafi farið rólega af stað. Fólk kaupir ódýrari gjafir en áður og íslensk hönnun er vinsæl. Jólaverslunin fór frekar hægt á stað en hefur tekið við sér eftir því sem nær hefur liðið jólum.

Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, segir verslun töluvert betri en í fyrra og nær því sem var árið 2007. Fólk sé hins vegar að kaupa öðruvísi inn fyrir þessi jól. Það velji ódýrari gjafir og íslensk hönnun er vinsæl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×