Viðskipti innlent

Farbanni yfir Jóni Þorsteini aflétt

Jón Þorsteinn Jónsson.
Jón Þorsteinn Jónsson.

Sérstakur saksóknari fór ekki fram á framlengingu á farbanni yfir Jóni Þorsteini Jónssyni, fyrrum stjórnarformanns Byr, en það rann út í gær. Þetta kom fram í seinni fréttatíma RÚV í kvöld.

Rannsókn sérstaks saksóknara snýst um kaup Exeter á stofnfjárbréfum í Byr fyrir um milljarð króna í október og desember í fyrra. Bréfin voru keypt meðal annars af Jóni Þorsteini og MP Banka. Byr lánaði móðurfélagi Exeter fyrir kaupunum. Grunur er um umboðssvik, auk annarra brota á auðgunarbrotakafla hegningarlaga.

Slík brot varða allt að sex ára fangelsisvist.

Jón Þorsteinn færði lögheimili sitt til London á dögunum og var hann í kjölfarið látin sæta farbanni.

Jón Kr. Sólnes lét af störfum sem stjórnarmaður í Byr á dögunum en hann liggur einnig undir grun vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×