Steingrímur vill halda í krónuna - ósammála Mats Josefsson Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. desember 2009 18:41 Fjármálaráðherra segir að reynsla þessa árs hafi sannfært hann enn betur um kosti þess að hafa íslensku krónuna. Hann er enn fullviss um að Íslendingar eigi að standa utan Evrópusambandsins og telur ólíklegt að þjóðin fái samning út úr aðildarviðræðum sem verði svo góður að það verði mikið álitamál. Vinstri grænir eru í þeirri einkennilegu stöðu að samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn best fyrir því af krafti að Íslendingar gangi í Evrópusambandið á meðan pólitísk sannfæring formanns Vinstri grænna, Steingríms J. Sigfússonar, og flestra annarra í þingflokknum, er á þann veg að hagsmunum þjóðarinnar sé best borgið utan sambandsins. „Ég met það svo að það sé ekki hagstætt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið. Það hefur ekkert breyst í mínu mati á því. Ég sé ekkert sjónmáli sem er líklegt að hafa þar áhrif á mig. Ef eitthvað er þá hefur reynslan af þessu ári sannfært mig enn betur um kostina sem geta verið því samfara að hafa eigin gjaldmiðil," segir Steingrímur. Steingrímur segir að það horfi allir á íslensku krónuna sem veikleika en gleymi kostunum sem henni fylgi. „Það horfa allir á það sem veikleika en gleyma hinu að við vissar aðstæður getur það skipt sköpum fyrir lönd að koma sér í gegnum erfiðleika. Það er enginn vafi á því að það sem er að hjálpa okkur mjög mikið er að útflutnings- og samkeppnisgreinar búa við hagstæð skilyrði og það hleypur kraftur í þær við þessar aðstæður og það skiptir okkur afar miklu máli," segir Steingrímur. Steingrímur segist kynna sér allar upplýsingar vel og meti hlutina út frá aðstæðum hverju sinni. Það hafi þó ekki breytt afstöðu hans. Hann er þarna algjörlega ósammála Mats Josefsson, ráðgjafa ríkisstjórnarinnar við endurreisn bankanna, en hann sagði í samtali við fréttastofu á Þorláksmessu að hann sæi ekki hvernig Ísland gæti haldið áfram að vera með eigin gjaldmiðil. Hann segir að aðlögunarhæfni hagkerfisins sé m.a að sýna sig í gegnum gjaldmiðilinn og fleira komi til. „Í það heila tekið hefur mín afstaða ekki breyst í þessum efnum. [...] Það er ekki hagstætt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið og ólíklegt að við fáum samning sem er svo góður það verði mikið álitamál," segir Steingrímur. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að reynsla þessa árs hafi sannfært hann enn betur um kosti þess að hafa íslensku krónuna. Hann er enn fullviss um að Íslendingar eigi að standa utan Evrópusambandsins og telur ólíklegt að þjóðin fái samning út úr aðildarviðræðum sem verði svo góður að það verði mikið álitamál. Vinstri grænir eru í þeirri einkennilegu stöðu að samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn best fyrir því af krafti að Íslendingar gangi í Evrópusambandið á meðan pólitísk sannfæring formanns Vinstri grænna, Steingríms J. Sigfússonar, og flestra annarra í þingflokknum, er á þann veg að hagsmunum þjóðarinnar sé best borgið utan sambandsins. „Ég met það svo að það sé ekki hagstætt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið. Það hefur ekkert breyst í mínu mati á því. Ég sé ekkert sjónmáli sem er líklegt að hafa þar áhrif á mig. Ef eitthvað er þá hefur reynslan af þessu ári sannfært mig enn betur um kostina sem geta verið því samfara að hafa eigin gjaldmiðil," segir Steingrímur. Steingrímur segir að það horfi allir á íslensku krónuna sem veikleika en gleymi kostunum sem henni fylgi. „Það horfa allir á það sem veikleika en gleyma hinu að við vissar aðstæður getur það skipt sköpum fyrir lönd að koma sér í gegnum erfiðleika. Það er enginn vafi á því að það sem er að hjálpa okkur mjög mikið er að útflutnings- og samkeppnisgreinar búa við hagstæð skilyrði og það hleypur kraftur í þær við þessar aðstæður og það skiptir okkur afar miklu máli," segir Steingrímur. Steingrímur segist kynna sér allar upplýsingar vel og meti hlutina út frá aðstæðum hverju sinni. Það hafi þó ekki breytt afstöðu hans. Hann er þarna algjörlega ósammála Mats Josefsson, ráðgjafa ríkisstjórnarinnar við endurreisn bankanna, en hann sagði í samtali við fréttastofu á Þorláksmessu að hann sæi ekki hvernig Ísland gæti haldið áfram að vera með eigin gjaldmiðil. Hann segir að aðlögunarhæfni hagkerfisins sé m.a að sýna sig í gegnum gjaldmiðilinn og fleira komi til. „Í það heila tekið hefur mín afstaða ekki breyst í þessum efnum. [...] Það er ekki hagstætt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið og ólíklegt að við fáum samning sem er svo góður það verði mikið álitamál," segir Steingrímur.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira