Steingrímur vill halda í krónuna - ósammála Mats Josefsson Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. desember 2009 18:41 Fjármálaráðherra segir að reynsla þessa árs hafi sannfært hann enn betur um kosti þess að hafa íslensku krónuna. Hann er enn fullviss um að Íslendingar eigi að standa utan Evrópusambandsins og telur ólíklegt að þjóðin fái samning út úr aðildarviðræðum sem verði svo góður að það verði mikið álitamál. Vinstri grænir eru í þeirri einkennilegu stöðu að samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn best fyrir því af krafti að Íslendingar gangi í Evrópusambandið á meðan pólitísk sannfæring formanns Vinstri grænna, Steingríms J. Sigfússonar, og flestra annarra í þingflokknum, er á þann veg að hagsmunum þjóðarinnar sé best borgið utan sambandsins. „Ég met það svo að það sé ekki hagstætt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið. Það hefur ekkert breyst í mínu mati á því. Ég sé ekkert sjónmáli sem er líklegt að hafa þar áhrif á mig. Ef eitthvað er þá hefur reynslan af þessu ári sannfært mig enn betur um kostina sem geta verið því samfara að hafa eigin gjaldmiðil," segir Steingrímur. Steingrímur segir að það horfi allir á íslensku krónuna sem veikleika en gleymi kostunum sem henni fylgi. „Það horfa allir á það sem veikleika en gleyma hinu að við vissar aðstæður getur það skipt sköpum fyrir lönd að koma sér í gegnum erfiðleika. Það er enginn vafi á því að það sem er að hjálpa okkur mjög mikið er að útflutnings- og samkeppnisgreinar búa við hagstæð skilyrði og það hleypur kraftur í þær við þessar aðstæður og það skiptir okkur afar miklu máli," segir Steingrímur. Steingrímur segist kynna sér allar upplýsingar vel og meti hlutina út frá aðstæðum hverju sinni. Það hafi þó ekki breytt afstöðu hans. Hann er þarna algjörlega ósammála Mats Josefsson, ráðgjafa ríkisstjórnarinnar við endurreisn bankanna, en hann sagði í samtali við fréttastofu á Þorláksmessu að hann sæi ekki hvernig Ísland gæti haldið áfram að vera með eigin gjaldmiðil. Hann segir að aðlögunarhæfni hagkerfisins sé m.a að sýna sig í gegnum gjaldmiðilinn og fleira komi til. „Í það heila tekið hefur mín afstaða ekki breyst í þessum efnum. [...] Það er ekki hagstætt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið og ólíklegt að við fáum samning sem er svo góður það verði mikið álitamál," segir Steingrímur. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að reynsla þessa árs hafi sannfært hann enn betur um kosti þess að hafa íslensku krónuna. Hann er enn fullviss um að Íslendingar eigi að standa utan Evrópusambandsins og telur ólíklegt að þjóðin fái samning út úr aðildarviðræðum sem verði svo góður að það verði mikið álitamál. Vinstri grænir eru í þeirri einkennilegu stöðu að samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn best fyrir því af krafti að Íslendingar gangi í Evrópusambandið á meðan pólitísk sannfæring formanns Vinstri grænna, Steingríms J. Sigfússonar, og flestra annarra í þingflokknum, er á þann veg að hagsmunum þjóðarinnar sé best borgið utan sambandsins. „Ég met það svo að það sé ekki hagstætt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið. Það hefur ekkert breyst í mínu mati á því. Ég sé ekkert sjónmáli sem er líklegt að hafa þar áhrif á mig. Ef eitthvað er þá hefur reynslan af þessu ári sannfært mig enn betur um kostina sem geta verið því samfara að hafa eigin gjaldmiðil," segir Steingrímur. Steingrímur segir að það horfi allir á íslensku krónuna sem veikleika en gleymi kostunum sem henni fylgi. „Það horfa allir á það sem veikleika en gleyma hinu að við vissar aðstæður getur það skipt sköpum fyrir lönd að koma sér í gegnum erfiðleika. Það er enginn vafi á því að það sem er að hjálpa okkur mjög mikið er að útflutnings- og samkeppnisgreinar búa við hagstæð skilyrði og það hleypur kraftur í þær við þessar aðstæður og það skiptir okkur afar miklu máli," segir Steingrímur. Steingrímur segist kynna sér allar upplýsingar vel og meti hlutina út frá aðstæðum hverju sinni. Það hafi þó ekki breytt afstöðu hans. Hann er þarna algjörlega ósammála Mats Josefsson, ráðgjafa ríkisstjórnarinnar við endurreisn bankanna, en hann sagði í samtali við fréttastofu á Þorláksmessu að hann sæi ekki hvernig Ísland gæti haldið áfram að vera með eigin gjaldmiðil. Hann segir að aðlögunarhæfni hagkerfisins sé m.a að sýna sig í gegnum gjaldmiðilinn og fleira komi til. „Í það heila tekið hefur mín afstaða ekki breyst í þessum efnum. [...] Það er ekki hagstætt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið og ólíklegt að við fáum samning sem er svo góður það verði mikið álitamál," segir Steingrímur.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira