Viðskipti innlent

Húsnæðisverð mun hækka í Bretlandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Búist er við því að húsnæðisverð hækki lítillega í Bretlandi. Mynd/ AFP.
Búist er við því að húsnæðisverð hækki lítillega í Bretlandi. Mynd/ AFP.
Búist er við því að húsnæðisverð í Bretlandi muni hækka á næsta ári um eitt eða tvö prósent, samkvæmt spám greiningaraðila þar í landi. Frá þessu er greint á vef breska blaðsins Telegraph. Þá er jafnframt búist við því að sölusamningum muni fjölga í 70 þúsund úr 55 þúsund. Ástæðan fyrir hærra húsnæðisverði er sögð vera húsnæðisskortur á markaðnum. Þrátt fyrir hærra húsnæðisverð er búist við því að bankar verði tregir til að lána og að fjármögnun fyrstu íbúðakaupa verði mörgum erfið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×