Viðskipti innlent

Álit hagstætt Bretum og Hollendingum opinberað þrátt fyrir viðvaranir

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Álit bresku lögmannsstofunnar Mischon de Reyja um Icesave, var birt rétt fyrir jól, þrátt fyrir að lögmenn hefðu varar eindregið við því í ljósi þess að það gæti gagnast Bretum og Hollendingum í hugsanlegum málaferlum vegna Icesave. Þetta kom fram hjá fréttastofu RÚV.

Þar segir að lögmannsstofan hafi lagt áherslu á að álit sitt væri trúnaðarmál og varað eindregið við því að það yrði birt. Ríkisstjórnin birti það engu að síðu rétt fyrir jól að kröfu stjórnarandstöðunnar.

Í Þorláksmessubréfi Mishcon de Reya er vísað til skriflegrar ráðgjafar frá 11. mars, kynningar á fundi með Icesave samninganefndinni 26. mars og til þess að utanríkisráðherra, Össuri Skarphéðinssyni, hafi stuttlega verið kynnt staða mála þann 31. mars.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×