Fleiri fréttir Tíu fyrrum toppar Landsbankans vilja 2 milljarða Tíu hæstu kröfur fyrrverandi starfsmanna Landsbankans nema rúmlega tveimur milljörðum króna. Hæstu kröfuna á Steinþór Gunnarsson fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, en hann fer fram á rúmar 490 milljónir króna. 17.11.2009 15:50 Kröfulisti Landsbankans: Deutsche Bank með 403 milljarða Stærsti einstaki kröfuhafinn í þrotabú Landsbankans, að Icesave frátöldu, er þýski stórbankinn Deutsche Bank. Samtals gerir Deutsche Bank og dótturfélög hans kröfur upp á 403 milljarða kr. í búið samkvæmt kröfuhafalista bankans. 17.11.2009 15:18 Kröfulisti Landsbankans: Hjartveikir, blindir og öryrkjar vilja tugmilljónir Styrktarsjóðir hjartasjúklinga og hjartveikra barna, Blindrafélagið og Öryrkjabandalagið eru meðal félaga sem gera tugmilljóna kröfur í þrotabú Landsbankans samkvæmt kröfulista bankans. Hjartveik börn, sem eru í dómsmáli við bankann, krefjast 47 milljóna. 17.11.2009 15:02 Kröfulisti Landsbankans: Straumur með 25 milljarða kröfu Straumur gerir kröfu upp á rúmlega 25 milljarða kr. í þrotabú Landsbankans. Krafan er í nokkrum liðum og eru tveir þeirra upp á 12,3 milljarða annarsvegar og 5,7 milljarða hinsvegar. 17.11.2009 14:40 Kröfulisti Landsbankans: Glitnir með 90 milljarða kröfu Glitnir gerir kröfur upp á rúmlega 90 milljarða kr. í þrotabú Landsbankans. Þetta kemur fram í kröfulista Landsbankans. Raunar gera flestar lánastofnanir sem og opinberar stofnanir háar kröfur í þrotabúið. 17.11.2009 13:56 Hannes Smárason með milljarðs forgangskröfu í þrotabú Landsbankans Athafnamaðurinn Hannes Smárason er með forgangskröfu upp á rúmlega 1,2 milljarða í þrotabú Landsbankans samkvæmt kröfuhafalista sem fréttastofa hefur undir höndum. Ekki hefur verið tekin afstaða til kröfunnar. 17.11.2009 13:44 Kröfulisti Landsbankans: Heildarkröfur rúmir 6.000 milljarðar Lýstar kröfur í þrotabú Landsbankans nema 6.459 milljörðum króna. Af heildarkröfum nema samþykktar forgangskröfur 1.273 milljörðum. Heildarforgangskröfur nema 2.857 milljörðum, en ekki er enn búið að taka afstöðu til allra launakrafna. 17.11.2009 13:27 Hagur HS Orku vænkast Hagnaður HS Orku á fyrstu níu mánuðum ársins var rúmlega 2,2 milljarðar króna. Til samanburðar tapaði fyrirtækið 11,7 milljörðum á síðasta ári. 17.11.2009 12:51 Kári áfram stjórnarformaður ÍE, nýr forstjóri ráðinn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), segir að kaup Saga Investments á fyrirtækinu eigi að tryggja fé til rekstrar ÍE næstu tvö árin. Kári verður sjálfur áfram í forystuhlutverki hjá ÍE sem starfandi stjórnarformaður, en líklega verður nýr forstjóri ráðinn til félagsins. 17.11.2009 12:47 AGS gerir mynd um Ísland Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur látið gera myndband um áætlun sjóðsins og íslenskra stjórnvalda. Í myndinni er rætt við Mark Flanagan, yfirmann sendinefndar AGS gagnvart Íslandi. 17.11.2009 12:25 Greining: Spáir því að ársverðbólgan lækki í 8,5% Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,6% í nóvember. Gangi spáin eftir mun verðbólgan lækka úr 9,7% í 8,5%, en svo lítil hefur verðbólgan ekki verið síðan í febrúar 2008. 17.11.2009 11:29 Hættur hjá Kaupþingi Regin Freyr Mogensen sem starfað hefur á lögfræðisviði Kaupþings er hættur störfum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Regin hefur einnig setið í stjörn 1998 ehf., móðurfélags Haga fyrir hönd bankans. 17.11.2009 10:55 Samræmd vísitala mælir 13,8% verðbólgu á Íslandi Verðbólgan á Íslandi lækkaði úr 15,3% í 13,8% á milli september og október síðastliðinn samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. Af ríkjum evrópska efnahagssvæðisins er verðbólgan, sem fyrr, langmest hér á landi. 17.11.2009 10:44 Aflaverðmætið jókst um 12 milljarða milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 75 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins 2009, samanborið við rúma 63 milljarða yfir sama tímabil 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um 12 milljarða eða 19% á milli ára. Aflaverðmæti í ágústmánuði nam 10 milljörðum króna miðað við 9 milljarða í ágúst 2008. 17.11.2009 09:07 Kaupendur ÍE velta 550 milljörðum í fjárfestingum Fjárfestingarfélögin tvö sem standa á bakvið Saga Investments sem gert hefur kauptilboð í Íslenska erfðagreiningu (ÍE) velta samtals 4,5 milljörðum dollara eða rúmlega 550 milljörðum kr. 17.11.2009 08:56 Starfsemi ÍE á Íslandi tryggð, starfsmenn halda störfum sínum Með tilboði því sem Saga Investments hefur lagt fram í Íslenska erfðagreiningu (ÍE) er starfsemi þess tryggð á Íslandi og munu starfsmenn félagsins halda störfum sínum. 17.11.2009 08:34 Skuldtryggingarálagið á svipuðum slóðum og fyrir hrun Skuldatryggingarálagið á ríkissjóði er nú á svipuðum slóðum og það var fyrir hrun íslensku viðskiptabankanna í október í fyrra. Skuldatryggingarálag ríkisins var að meðaltali 1.017 punktar í október í fyrra og 328 punktar í september sama ár. Það sem af er nóvember hefur álagið aftur á móti verið að meðaltali 348 punktar. 17.11.2009 08:21 Íslensk erfðagreining seld til Saga Investments deCODE hefur undirritað samning við bandaríska félagið Saga Investments LLC um kaup á Íslenskri erfðagreiningu ehf. og allri starfsemi þess. Saga Investments er fjárfestingarfélag í eigu Polaris Venture Partners og Arch Venture Partners, sem eru þekktir fjárfestar í Bandaríkjunum á sviði líftækni. 17.11.2009 08:05 DeCode fer fram á gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum DeCode Genetics hefur sótt um greiðslustöðvun eða gjaldþrotsvernd fyrir dómstóli í Delaware í Bandaríkjunum. DeCode Genetics er móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar. Umsóknin var lögð fram seint í gær að því er fréttastofa Reuters greinir frá og í henni kemur fram að heildareignir fyrirtækisins í lok júní hafi numið um 70 milljónum bandaríkjadala eða 7,4 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma námu heildarskuldir félagsins 313 milljónum dollara eða tæpum 39 milljörðum íslenskra króna. 17.11.2009 07:09 Forstjórinn ekki uggandi Framkvæmdastjórar og aðrir yfirmenn N1 hafa síðustu daga innleyst afkomutengd laun sem þeir eiga hjá félaginu vegna afkomu fyrirtækisins á síðasta ári. Upphæðirnar nema tugum milljóna króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 17.11.2009 05:45 Forstjóri og stjórnarformaður Ingvars Helgasonar hættir Forstjóri og stjórnarformaður bílaumboðsins Ingvars Helgasonar hafa látið af störfum. Ekki er vitað um ástæður þess en heimildir fréttastofu herma að málið tengist endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins. 16.11.2009 21:27 Jóhannes í Bónus: Ætlum að borga allar okkar skuldir Jóhannes Jónsson, oft kenndur við Bónus, segir fjölskyldu sína ætla að borga allar sínar skuldir. Vöruverð í verslunum Haga kemur ekki með að hækka haldi fjölskyldan yfirráðum sínum í fyrirtækinu. Jóhannes segir mikilvægt að jafnfræði sé gætt þegar kkemur að afskriftum skulda. Rætt var við Jóhannes í Kastljósi í kvöld. 16.11.2009 20:03 Yfir 12 þúsund kröfur í þrotabú Landsbankans Bretar og Hollendingar fyrir hönd 350 þúsund innistæðueigenda gera rúmlega tólf hundruð milljarða króna kröfu í þrotabú Landsbankans. Sex hundruð starfsmenn gamla bankans gera launakröfur upp á hátt í fimm milljarða. 16.11.2009 18:30 Athugasemdir gerðar við lánveitingu TM til Samherja Gögn sem send voru Fjármálaeftirlitinu sýna að athugasemdir voru gerðar við lánveitingu Tryggingarmiðstöðvarinnar til Samherja vegna kaupa á eigin hlutum félagsins. Fjármálaeftirlitið kannast samt sem áður ekki við að hafa fengið erindi vegna þess. 16.11.2009 18:54 Kaupþing mun ræða við Guðmund Franklín um Haga Bankastjóri Nýja Kaupþings segir að bankinn muni ræða við Guðmund Franklín Jónsson vegna sölu Haga ef eftir því verður óskað þótt fyrsti kostur sé að núverandi eigendur komi inn með nýtt fé. Guðmundur á sjálfur litríkan feril að baki í viðskiptalífinu. 16.11.2009 18:41 HB Grandi hækkaði um 40% í dag HB Grandi hækkaði um 40% í Kauphöllinni í dag og Icelandair um 11,11%. Bakkavör Group lækkaði um 16,67%, Össur lækkaði um 0,74% og Marel um 0,73%. Krónan hækkaði um 0,16% 16.11.2009 17:10 Velta á skuldabréfamarkaði nam 4,93 milljörðum króna Heildarvelta á skuldabréfamarkaði í dag nam 4,93 milljarðar króna. Þar af var 3,96 milljarðar í óverðtryggðum ríkisbréfum en 0,97 milljarðar í verðtryggðum íbúðabréfum. 16.11.2009 16:58 HS Orka hagnast um 2,2 milljarða fyrstu 9 mánuði ársins Hagnaður HS Orku á fyrstu níu mánuðum ársins var rúmlega 2,2 milljarðar kr. Eiginfjárhlutfall er komið í 23,0% en var 16,3% í upphafi ársins. 16.11.2009 15:33 Markaðurinn verðmetur HB Granda á 32 milljarða Markaðurinn verðmetur sjávarútvegsfyrirtækið HB Granda á 32 milljarða kr. ef mið er tekið af viðskiptum með hlutina í kauphöllinni í dag. 16.11.2009 14:51 Hagsmunasamtök heimilanna boða nýtt greiðsluverkfall Hagsmunasamtök heimilanna boða til greiðsluverkfalls 15. nóvember til 10. desember og hvetja fólk til að greiða ekki af lánum á þeim tíma og jafnfram að taka peninga sína út úr bönkunum. 16.11.2009 14:08 Hertar reglur Seðlabankans gætu reynst skammgóður vermir Líklegt er að skýringar á styrkingu krónu frá opnun markaða síðastliðinn fimmtudag sé að verulegu leyti að finna í breyttum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál sem í rauninni fela í sér að gjaldeyrishöftin hafa verið hert. Þetta gæti þó reynst skammgóður vermir að áliti greiningar Íslandsbanka. 16.11.2009 12:24 Íslendingar nota nú kort meira erlendis en útlendir hérlendis Dregið hefur umtalsvert úr úttektum erlendra debet- og kreditkorta hérlendis síðan sú úttekt náði hámarki í tæplega 8,7 milljörðum kr. í toppi ferðamannastraumsins í ágúst síðastliðinn. Í október nam þessi úttekt 3,3 milljörðum kr. 16.11.2009 11:53 Gengi krónunnar styrkist Gengi krónunnar hefur styrkst í fyrstu viðskiptum dagsins í morgun eða um tæpt hálft prósent. Gengisvísitalan stendur í 235 stigum. Til samanburðar fór hún hæst í þessum mánuði í 240,5 stig þann 6. nóvember en það var jafnframt hæsta gildi ársins. 16.11.2009 10:41 Moody´s: Reiknar með frekari afskriftum hjá ÍLS Matsfyrirtækið Moody´s reiknar með frekari afskriftum hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) vegna niðursveiflunnar í efnahagslífi Íslands í yfirstandandi kreppu. Þetta kemur m.a. fram í áliti Moody´s sem fylgdi með lækkun þess á lánshæfiseinkunn ÍLS í Baa3 í síðustu viku. 16.11.2009 10:21 Komnir með nægt fjármagn til þess að kaupa Haga Guðmundur Franklín Jónsson kaupsýslumaður segir hann og hóp fjárfesta nú þegar komna með nægt fé til að standa undir tilboði í hlutafé Kaupþings í Högum. Hann vill ekki upplýsa hverjir það eru sem standa að því með honum að reyna að eignast hlutinn. 15.11.2009 18:50 Spá 9% samdrætti samanlagt árin 2009 og 2010 „Hagkerfið mun dragast verulega saman á árunum 2009-2010. Það bætir hinsvegar nokkuð úr skák að vöru- og þjónustuhalli hefur snúist í afgang sem mun taka mesta höggið af hagkerfinu hvað framleiðslu varðar. Greiningardeild spáir því „einungis" 9% samdrætti í landsframleiðslu samanlagt á árunum 2009-2010. Í framhaldi af því mun hinsvegar taka við fjárfestingadrifinn hagvöxtur á árunum 2011-2012." 15.11.2009 11:25 Neytendastofa bannar bensínauglýsingar Olíuverslun Íslands og N1 hafa undanfarið auglýst tilboð til viðskiptakorthafa sinna þar sem boðinn er fimm króna afsláttur af dæluverði eldsneytis til handa korthöfunum en auglýsingarnar hafa verið bannaðar af Neytendastofu. 15.11.2009 10:56 Íslendingar nota kreditkortin meira en fyrr í ár Heildarvelta kreditkorta í októbermánuði var 23,6 milljarða kr. samanborið við 24,4 miljarða kr. á sama tíma í fyrra og er þetta 3,0% samdráttur milli ára að því er segir í hagtölum Seðlabankans. Samkvæmt þessu dregur ört úr minnkun veltunnar frá því s.l. sumar. 14.11.2009 14:21 Ríkið jók eignir tryggingarfélaga um 13 milljarða milli mánaða Heildareignir tryggingarfélaganna námu 136,2 milljarðar kr. í lok september og hækkuðu um 13,3 milljarða kr. milli mánaða. Hækkun stafar af framlagi ríkisins til Sjóvár til að forða því félagi frá þroti. 14.11.2009 13:50 Orkuveitan segist geta staðið við skuldbindingar Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Hjörleifur Kvaran, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins þar sem fullyrt var að fyrirtækið gæti lent í greiðslufalli. Í tilkynningunni segir Hjörleifur þetta rangt. 14.11.2009 13:27 Keypti Baugssnekkju og hélt nafninu óbreyttu vegna hjátrúar Viðskiptajöfurinn Ron Leyland sem er búsettur í Flórída, í Bandaríkjunum, keypti snekkjuna “thee Viking” af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og hélt upprunalega nafninu vegna hjátrúar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá auðjöfrinum. 14.11.2009 13:11 Evran betri en krónan fyrir atvinnulífið „Fjármálamarkaðir eru flóknir og stýrast af pólitískum og efnahagslegum þáttum. Með evrunni fækkar óvissuþáttunum og stöðugleiki eykst. Til lengri tíma litið er evran því góð fyrir vinnumarkaðinn,“ segir Vladimír 14.11.2009 05:00 Krafðir um samtals 3 milljarða króna vegna söluréttarsamninga Hreiðar Már, Sigurður Einarsson, Bjarni Ármannsson og Lárus Welding eru meðal tuttugu og átta stjórnenda Kaupþings og Glitnis sem skattayfirvöld krefja um þrjá milljarða króna í tengslum við endurálagningu Ríkisskattstjóra vegna söluréttarsamninga. 13.11.2009 18:30 Atlantic Petroleum hækkaði um 3,92% Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum hækkaði mest í Kauphöll Íslands í dag eða um 3,92%. Marel hækkaði um 2.38% og Icelandair hækkaði um 1,41%. Össur lækkaði mest eða um 0,37%. 13.11.2009 17:19 Heildarvelta á skuldabréfamarkaði nam 11,13 milljörðum Heildarvelta á skuldabréfamarkaði í dag nam 11,13 milljörðum í dag. Þar af námu viðskipti með íbúðabréf 3,41 milljörðum og 7,72 milljörðum með ríkisbréf. 13.11.2009 17:04 Sjá næstu 50 fréttir
Tíu fyrrum toppar Landsbankans vilja 2 milljarða Tíu hæstu kröfur fyrrverandi starfsmanna Landsbankans nema rúmlega tveimur milljörðum króna. Hæstu kröfuna á Steinþór Gunnarsson fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, en hann fer fram á rúmar 490 milljónir króna. 17.11.2009 15:50
Kröfulisti Landsbankans: Deutsche Bank með 403 milljarða Stærsti einstaki kröfuhafinn í þrotabú Landsbankans, að Icesave frátöldu, er þýski stórbankinn Deutsche Bank. Samtals gerir Deutsche Bank og dótturfélög hans kröfur upp á 403 milljarða kr. í búið samkvæmt kröfuhafalista bankans. 17.11.2009 15:18
Kröfulisti Landsbankans: Hjartveikir, blindir og öryrkjar vilja tugmilljónir Styrktarsjóðir hjartasjúklinga og hjartveikra barna, Blindrafélagið og Öryrkjabandalagið eru meðal félaga sem gera tugmilljóna kröfur í þrotabú Landsbankans samkvæmt kröfulista bankans. Hjartveik börn, sem eru í dómsmáli við bankann, krefjast 47 milljóna. 17.11.2009 15:02
Kröfulisti Landsbankans: Straumur með 25 milljarða kröfu Straumur gerir kröfu upp á rúmlega 25 milljarða kr. í þrotabú Landsbankans. Krafan er í nokkrum liðum og eru tveir þeirra upp á 12,3 milljarða annarsvegar og 5,7 milljarða hinsvegar. 17.11.2009 14:40
Kröfulisti Landsbankans: Glitnir með 90 milljarða kröfu Glitnir gerir kröfur upp á rúmlega 90 milljarða kr. í þrotabú Landsbankans. Þetta kemur fram í kröfulista Landsbankans. Raunar gera flestar lánastofnanir sem og opinberar stofnanir háar kröfur í þrotabúið. 17.11.2009 13:56
Hannes Smárason með milljarðs forgangskröfu í þrotabú Landsbankans Athafnamaðurinn Hannes Smárason er með forgangskröfu upp á rúmlega 1,2 milljarða í þrotabú Landsbankans samkvæmt kröfuhafalista sem fréttastofa hefur undir höndum. Ekki hefur verið tekin afstaða til kröfunnar. 17.11.2009 13:44
Kröfulisti Landsbankans: Heildarkröfur rúmir 6.000 milljarðar Lýstar kröfur í þrotabú Landsbankans nema 6.459 milljörðum króna. Af heildarkröfum nema samþykktar forgangskröfur 1.273 milljörðum. Heildarforgangskröfur nema 2.857 milljörðum, en ekki er enn búið að taka afstöðu til allra launakrafna. 17.11.2009 13:27
Hagur HS Orku vænkast Hagnaður HS Orku á fyrstu níu mánuðum ársins var rúmlega 2,2 milljarðar króna. Til samanburðar tapaði fyrirtækið 11,7 milljörðum á síðasta ári. 17.11.2009 12:51
Kári áfram stjórnarformaður ÍE, nýr forstjóri ráðinn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), segir að kaup Saga Investments á fyrirtækinu eigi að tryggja fé til rekstrar ÍE næstu tvö árin. Kári verður sjálfur áfram í forystuhlutverki hjá ÍE sem starfandi stjórnarformaður, en líklega verður nýr forstjóri ráðinn til félagsins. 17.11.2009 12:47
AGS gerir mynd um Ísland Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur látið gera myndband um áætlun sjóðsins og íslenskra stjórnvalda. Í myndinni er rætt við Mark Flanagan, yfirmann sendinefndar AGS gagnvart Íslandi. 17.11.2009 12:25
Greining: Spáir því að ársverðbólgan lækki í 8,5% Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,6% í nóvember. Gangi spáin eftir mun verðbólgan lækka úr 9,7% í 8,5%, en svo lítil hefur verðbólgan ekki verið síðan í febrúar 2008. 17.11.2009 11:29
Hættur hjá Kaupþingi Regin Freyr Mogensen sem starfað hefur á lögfræðisviði Kaupþings er hættur störfum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Regin hefur einnig setið í stjörn 1998 ehf., móðurfélags Haga fyrir hönd bankans. 17.11.2009 10:55
Samræmd vísitala mælir 13,8% verðbólgu á Íslandi Verðbólgan á Íslandi lækkaði úr 15,3% í 13,8% á milli september og október síðastliðinn samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. Af ríkjum evrópska efnahagssvæðisins er verðbólgan, sem fyrr, langmest hér á landi. 17.11.2009 10:44
Aflaverðmætið jókst um 12 milljarða milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 75 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins 2009, samanborið við rúma 63 milljarða yfir sama tímabil 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um 12 milljarða eða 19% á milli ára. Aflaverðmæti í ágústmánuði nam 10 milljörðum króna miðað við 9 milljarða í ágúst 2008. 17.11.2009 09:07
Kaupendur ÍE velta 550 milljörðum í fjárfestingum Fjárfestingarfélögin tvö sem standa á bakvið Saga Investments sem gert hefur kauptilboð í Íslenska erfðagreiningu (ÍE) velta samtals 4,5 milljörðum dollara eða rúmlega 550 milljörðum kr. 17.11.2009 08:56
Starfsemi ÍE á Íslandi tryggð, starfsmenn halda störfum sínum Með tilboði því sem Saga Investments hefur lagt fram í Íslenska erfðagreiningu (ÍE) er starfsemi þess tryggð á Íslandi og munu starfsmenn félagsins halda störfum sínum. 17.11.2009 08:34
Skuldtryggingarálagið á svipuðum slóðum og fyrir hrun Skuldatryggingarálagið á ríkissjóði er nú á svipuðum slóðum og það var fyrir hrun íslensku viðskiptabankanna í október í fyrra. Skuldatryggingarálag ríkisins var að meðaltali 1.017 punktar í október í fyrra og 328 punktar í september sama ár. Það sem af er nóvember hefur álagið aftur á móti verið að meðaltali 348 punktar. 17.11.2009 08:21
Íslensk erfðagreining seld til Saga Investments deCODE hefur undirritað samning við bandaríska félagið Saga Investments LLC um kaup á Íslenskri erfðagreiningu ehf. og allri starfsemi þess. Saga Investments er fjárfestingarfélag í eigu Polaris Venture Partners og Arch Venture Partners, sem eru þekktir fjárfestar í Bandaríkjunum á sviði líftækni. 17.11.2009 08:05
DeCode fer fram á gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum DeCode Genetics hefur sótt um greiðslustöðvun eða gjaldþrotsvernd fyrir dómstóli í Delaware í Bandaríkjunum. DeCode Genetics er móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar. Umsóknin var lögð fram seint í gær að því er fréttastofa Reuters greinir frá og í henni kemur fram að heildareignir fyrirtækisins í lok júní hafi numið um 70 milljónum bandaríkjadala eða 7,4 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma námu heildarskuldir félagsins 313 milljónum dollara eða tæpum 39 milljörðum íslenskra króna. 17.11.2009 07:09
Forstjórinn ekki uggandi Framkvæmdastjórar og aðrir yfirmenn N1 hafa síðustu daga innleyst afkomutengd laun sem þeir eiga hjá félaginu vegna afkomu fyrirtækisins á síðasta ári. Upphæðirnar nema tugum milljóna króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 17.11.2009 05:45
Forstjóri og stjórnarformaður Ingvars Helgasonar hættir Forstjóri og stjórnarformaður bílaumboðsins Ingvars Helgasonar hafa látið af störfum. Ekki er vitað um ástæður þess en heimildir fréttastofu herma að málið tengist endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins. 16.11.2009 21:27
Jóhannes í Bónus: Ætlum að borga allar okkar skuldir Jóhannes Jónsson, oft kenndur við Bónus, segir fjölskyldu sína ætla að borga allar sínar skuldir. Vöruverð í verslunum Haga kemur ekki með að hækka haldi fjölskyldan yfirráðum sínum í fyrirtækinu. Jóhannes segir mikilvægt að jafnfræði sé gætt þegar kkemur að afskriftum skulda. Rætt var við Jóhannes í Kastljósi í kvöld. 16.11.2009 20:03
Yfir 12 þúsund kröfur í þrotabú Landsbankans Bretar og Hollendingar fyrir hönd 350 þúsund innistæðueigenda gera rúmlega tólf hundruð milljarða króna kröfu í þrotabú Landsbankans. Sex hundruð starfsmenn gamla bankans gera launakröfur upp á hátt í fimm milljarða. 16.11.2009 18:30
Athugasemdir gerðar við lánveitingu TM til Samherja Gögn sem send voru Fjármálaeftirlitinu sýna að athugasemdir voru gerðar við lánveitingu Tryggingarmiðstöðvarinnar til Samherja vegna kaupa á eigin hlutum félagsins. Fjármálaeftirlitið kannast samt sem áður ekki við að hafa fengið erindi vegna þess. 16.11.2009 18:54
Kaupþing mun ræða við Guðmund Franklín um Haga Bankastjóri Nýja Kaupþings segir að bankinn muni ræða við Guðmund Franklín Jónsson vegna sölu Haga ef eftir því verður óskað þótt fyrsti kostur sé að núverandi eigendur komi inn með nýtt fé. Guðmundur á sjálfur litríkan feril að baki í viðskiptalífinu. 16.11.2009 18:41
HB Grandi hækkaði um 40% í dag HB Grandi hækkaði um 40% í Kauphöllinni í dag og Icelandair um 11,11%. Bakkavör Group lækkaði um 16,67%, Össur lækkaði um 0,74% og Marel um 0,73%. Krónan hækkaði um 0,16% 16.11.2009 17:10
Velta á skuldabréfamarkaði nam 4,93 milljörðum króna Heildarvelta á skuldabréfamarkaði í dag nam 4,93 milljarðar króna. Þar af var 3,96 milljarðar í óverðtryggðum ríkisbréfum en 0,97 milljarðar í verðtryggðum íbúðabréfum. 16.11.2009 16:58
HS Orka hagnast um 2,2 milljarða fyrstu 9 mánuði ársins Hagnaður HS Orku á fyrstu níu mánuðum ársins var rúmlega 2,2 milljarðar kr. Eiginfjárhlutfall er komið í 23,0% en var 16,3% í upphafi ársins. 16.11.2009 15:33
Markaðurinn verðmetur HB Granda á 32 milljarða Markaðurinn verðmetur sjávarútvegsfyrirtækið HB Granda á 32 milljarða kr. ef mið er tekið af viðskiptum með hlutina í kauphöllinni í dag. 16.11.2009 14:51
Hagsmunasamtök heimilanna boða nýtt greiðsluverkfall Hagsmunasamtök heimilanna boða til greiðsluverkfalls 15. nóvember til 10. desember og hvetja fólk til að greiða ekki af lánum á þeim tíma og jafnfram að taka peninga sína út úr bönkunum. 16.11.2009 14:08
Hertar reglur Seðlabankans gætu reynst skammgóður vermir Líklegt er að skýringar á styrkingu krónu frá opnun markaða síðastliðinn fimmtudag sé að verulegu leyti að finna í breyttum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál sem í rauninni fela í sér að gjaldeyrishöftin hafa verið hert. Þetta gæti þó reynst skammgóður vermir að áliti greiningar Íslandsbanka. 16.11.2009 12:24
Íslendingar nota nú kort meira erlendis en útlendir hérlendis Dregið hefur umtalsvert úr úttektum erlendra debet- og kreditkorta hérlendis síðan sú úttekt náði hámarki í tæplega 8,7 milljörðum kr. í toppi ferðamannastraumsins í ágúst síðastliðinn. Í október nam þessi úttekt 3,3 milljörðum kr. 16.11.2009 11:53
Gengi krónunnar styrkist Gengi krónunnar hefur styrkst í fyrstu viðskiptum dagsins í morgun eða um tæpt hálft prósent. Gengisvísitalan stendur í 235 stigum. Til samanburðar fór hún hæst í þessum mánuði í 240,5 stig þann 6. nóvember en það var jafnframt hæsta gildi ársins. 16.11.2009 10:41
Moody´s: Reiknar með frekari afskriftum hjá ÍLS Matsfyrirtækið Moody´s reiknar með frekari afskriftum hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) vegna niðursveiflunnar í efnahagslífi Íslands í yfirstandandi kreppu. Þetta kemur m.a. fram í áliti Moody´s sem fylgdi með lækkun þess á lánshæfiseinkunn ÍLS í Baa3 í síðustu viku. 16.11.2009 10:21
Komnir með nægt fjármagn til þess að kaupa Haga Guðmundur Franklín Jónsson kaupsýslumaður segir hann og hóp fjárfesta nú þegar komna með nægt fé til að standa undir tilboði í hlutafé Kaupþings í Högum. Hann vill ekki upplýsa hverjir það eru sem standa að því með honum að reyna að eignast hlutinn. 15.11.2009 18:50
Spá 9% samdrætti samanlagt árin 2009 og 2010 „Hagkerfið mun dragast verulega saman á árunum 2009-2010. Það bætir hinsvegar nokkuð úr skák að vöru- og þjónustuhalli hefur snúist í afgang sem mun taka mesta höggið af hagkerfinu hvað framleiðslu varðar. Greiningardeild spáir því „einungis" 9% samdrætti í landsframleiðslu samanlagt á árunum 2009-2010. Í framhaldi af því mun hinsvegar taka við fjárfestingadrifinn hagvöxtur á árunum 2011-2012." 15.11.2009 11:25
Neytendastofa bannar bensínauglýsingar Olíuverslun Íslands og N1 hafa undanfarið auglýst tilboð til viðskiptakorthafa sinna þar sem boðinn er fimm króna afsláttur af dæluverði eldsneytis til handa korthöfunum en auglýsingarnar hafa verið bannaðar af Neytendastofu. 15.11.2009 10:56
Íslendingar nota kreditkortin meira en fyrr í ár Heildarvelta kreditkorta í októbermánuði var 23,6 milljarða kr. samanborið við 24,4 miljarða kr. á sama tíma í fyrra og er þetta 3,0% samdráttur milli ára að því er segir í hagtölum Seðlabankans. Samkvæmt þessu dregur ört úr minnkun veltunnar frá því s.l. sumar. 14.11.2009 14:21
Ríkið jók eignir tryggingarfélaga um 13 milljarða milli mánaða Heildareignir tryggingarfélaganna námu 136,2 milljarðar kr. í lok september og hækkuðu um 13,3 milljarða kr. milli mánaða. Hækkun stafar af framlagi ríkisins til Sjóvár til að forða því félagi frá þroti. 14.11.2009 13:50
Orkuveitan segist geta staðið við skuldbindingar Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Hjörleifur Kvaran, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins þar sem fullyrt var að fyrirtækið gæti lent í greiðslufalli. Í tilkynningunni segir Hjörleifur þetta rangt. 14.11.2009 13:27
Keypti Baugssnekkju og hélt nafninu óbreyttu vegna hjátrúar Viðskiptajöfurinn Ron Leyland sem er búsettur í Flórída, í Bandaríkjunum, keypti snekkjuna “thee Viking” af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og hélt upprunalega nafninu vegna hjátrúar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá auðjöfrinum. 14.11.2009 13:11
Evran betri en krónan fyrir atvinnulífið „Fjármálamarkaðir eru flóknir og stýrast af pólitískum og efnahagslegum þáttum. Með evrunni fækkar óvissuþáttunum og stöðugleiki eykst. Til lengri tíma litið er evran því góð fyrir vinnumarkaðinn,“ segir Vladimír 14.11.2009 05:00
Krafðir um samtals 3 milljarða króna vegna söluréttarsamninga Hreiðar Már, Sigurður Einarsson, Bjarni Ármannsson og Lárus Welding eru meðal tuttugu og átta stjórnenda Kaupþings og Glitnis sem skattayfirvöld krefja um þrjá milljarða króna í tengslum við endurálagningu Ríkisskattstjóra vegna söluréttarsamninga. 13.11.2009 18:30
Atlantic Petroleum hækkaði um 3,92% Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum hækkaði mest í Kauphöll Íslands í dag eða um 3,92%. Marel hækkaði um 2.38% og Icelandair hækkaði um 1,41%. Össur lækkaði mest eða um 0,37%. 13.11.2009 17:19
Heildarvelta á skuldabréfamarkaði nam 11,13 milljörðum Heildarvelta á skuldabréfamarkaði í dag nam 11,13 milljörðum í dag. Þar af námu viðskipti með íbúðabréf 3,41 milljörðum og 7,72 milljörðum með ríkisbréf. 13.11.2009 17:04