Viðskipti innlent

Gengi krónunnar styrkist

Gengi krónunnar hefur styrkst í fyrstu viðskiptum dagsins í morgun eða um tæpt hálft prósent. Gengisvísitalan stendur í 235 stigum. Til samanburðar fór hún hæst í þessum mánuði í 240,5 stig þann 6. nóvember en það var jafnframt hæsta gildi ársins.

Dollarinn stendur nú í 122,7 kr., evran er í 183,5 kr., pundið í 204,5 kr. og danska krónan er í 24,6 kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×