Evran betri en krónan fyrir atvinnulífið 14. nóvember 2009 05:00 Vladimír Spidla segir Lissabon-sáttmálann jaðra við byltingu í réttarfarslegum áhrifum. Félagslegur réttur verði að almennum rétti. „Það þýðir að öll löndin þurfa að starfa innan þess ramma,“ segir hann. Fréttablaðið/Valli „Fjármálamarkaðir eru flóknir og stýrast af pólitískum og efnahagslegum þáttum. Með evrunni fækkar óvissuþáttunum og stöðugleiki eykst. Til lengri tíma litið er evran því góð fyrir vinnumarkaðinn," segir Vladimír Spidla, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins (ESB) í atvinnu-, félags- og jafnréttismálum. „Ákvörðunina um framtíðarskipan gjaldeyrismála er ykkar að taka, en ég get svarað því til að evra hefði góð áhrif á vinnumarkaðinn." Spidla fundaði hér með norrænum vinnumálaráðherrum í síðustu viku og flutti erindi á hádegisfundi Alþjóðamálastofnunar Háskólans og fastanefndar framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Noregi og Íslandi um aðgerðir til að bregðast við atvinnuleysi. Þar á bæ segir Spidla í fyrsta sinn hafa verið setta upp áætlun til að koma jafnvægi á fjármálamarkaði og það hafi áhrif á atvinnulífið. „Þetta hefur tekist vel og landsframleiðsla aukist um 4,5 prósent og atvinnuleysi ekki aukist nema um tvö prósent." Þá segir hann líka hafa verið gerðar breytingar á ráðgjöf ESB í atvinnumálum sem geri hana mjög sveigjanlega og margvíslegum sjóðum beitt til að efla atvinnustig í aðildarríkjum sambandsins. Ísland nýtur hins vegar ekki góðs af aðgerðunum fyrr en inn í sambandið er komið. „Öll þessi vinna er unnin á þessum grunni Evrópusambandslandanna, en með aðild yrði Ísland hluti af öllum aðgerðum sem snerta vinnumarkaðinn og hefði aðgang að sjóðum sem gagnast landinu," segir Spidla. Þá segir hann mikla óvissu í spám um atvinnuleysi, en segir enn búist við auknu atvinnuleysi innan ESB. „Við náum svo jafnvægi í þeim málum á miðju næsta ári eða svo og förum upp úr þeim tíma að vinna á atvinnuleysinu." Spidla segir markmiðið að allir hafi aðgang að vinnu, en litið er á að svo sé þegar atvinnuleysi er undir 3,0 prósentum. Hann segir horft til Íslands í þessum efnum, enda atvinnuleysi mjög lítið hér allt fram að hruninu í fyrra. „Þið hafið sýnt okkur að þetta er raunhæft markmið." Meðalatvinnuleysi í ESB er nú um 9,5 prósent, en Spidla leggur áherslu á að töluverðu muni þar meðal þjóða sambandsins. Þannig sé ástandið einna verst á Spáni þar sem atvinnuleysi sé um 20 prósent, en best í löndum á borð við Holland, Austurríki og Danmörku þar sem atvinnuleysi sé á bilinu 3,0 til 4,5 prósent. olikr@frettabladid.is Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Airpods 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fleiri fréttir Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Sjá meira
„Fjármálamarkaðir eru flóknir og stýrast af pólitískum og efnahagslegum þáttum. Með evrunni fækkar óvissuþáttunum og stöðugleiki eykst. Til lengri tíma litið er evran því góð fyrir vinnumarkaðinn," segir Vladimír Spidla, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins (ESB) í atvinnu-, félags- og jafnréttismálum. „Ákvörðunina um framtíðarskipan gjaldeyrismála er ykkar að taka, en ég get svarað því til að evra hefði góð áhrif á vinnumarkaðinn." Spidla fundaði hér með norrænum vinnumálaráðherrum í síðustu viku og flutti erindi á hádegisfundi Alþjóðamálastofnunar Háskólans og fastanefndar framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Noregi og Íslandi um aðgerðir til að bregðast við atvinnuleysi. Þar á bæ segir Spidla í fyrsta sinn hafa verið setta upp áætlun til að koma jafnvægi á fjármálamarkaði og það hafi áhrif á atvinnulífið. „Þetta hefur tekist vel og landsframleiðsla aukist um 4,5 prósent og atvinnuleysi ekki aukist nema um tvö prósent." Þá segir hann líka hafa verið gerðar breytingar á ráðgjöf ESB í atvinnumálum sem geri hana mjög sveigjanlega og margvíslegum sjóðum beitt til að efla atvinnustig í aðildarríkjum sambandsins. Ísland nýtur hins vegar ekki góðs af aðgerðunum fyrr en inn í sambandið er komið. „Öll þessi vinna er unnin á þessum grunni Evrópusambandslandanna, en með aðild yrði Ísland hluti af öllum aðgerðum sem snerta vinnumarkaðinn og hefði aðgang að sjóðum sem gagnast landinu," segir Spidla. Þá segir hann mikla óvissu í spám um atvinnuleysi, en segir enn búist við auknu atvinnuleysi innan ESB. „Við náum svo jafnvægi í þeim málum á miðju næsta ári eða svo og förum upp úr þeim tíma að vinna á atvinnuleysinu." Spidla segir markmiðið að allir hafi aðgang að vinnu, en litið er á að svo sé þegar atvinnuleysi er undir 3,0 prósentum. Hann segir horft til Íslands í þessum efnum, enda atvinnuleysi mjög lítið hér allt fram að hruninu í fyrra. „Þið hafið sýnt okkur að þetta er raunhæft markmið." Meðalatvinnuleysi í ESB er nú um 9,5 prósent, en Spidla leggur áherslu á að töluverðu muni þar meðal þjóða sambandsins. Þannig sé ástandið einna verst á Spáni þar sem atvinnuleysi sé um 20 prósent, en best í löndum á borð við Holland, Austurríki og Danmörku þar sem atvinnuleysi sé á bilinu 3,0 til 4,5 prósent. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Airpods 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fleiri fréttir Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Sjá meira