Evran betri en krónan fyrir atvinnulífið 14. nóvember 2009 05:00 Vladimír Spidla segir Lissabon-sáttmálann jaðra við byltingu í réttarfarslegum áhrifum. Félagslegur réttur verði að almennum rétti. „Það þýðir að öll löndin þurfa að starfa innan þess ramma,“ segir hann. Fréttablaðið/Valli „Fjármálamarkaðir eru flóknir og stýrast af pólitískum og efnahagslegum þáttum. Með evrunni fækkar óvissuþáttunum og stöðugleiki eykst. Til lengri tíma litið er evran því góð fyrir vinnumarkaðinn," segir Vladimír Spidla, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins (ESB) í atvinnu-, félags- og jafnréttismálum. „Ákvörðunina um framtíðarskipan gjaldeyrismála er ykkar að taka, en ég get svarað því til að evra hefði góð áhrif á vinnumarkaðinn." Spidla fundaði hér með norrænum vinnumálaráðherrum í síðustu viku og flutti erindi á hádegisfundi Alþjóðamálastofnunar Háskólans og fastanefndar framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Noregi og Íslandi um aðgerðir til að bregðast við atvinnuleysi. Þar á bæ segir Spidla í fyrsta sinn hafa verið setta upp áætlun til að koma jafnvægi á fjármálamarkaði og það hafi áhrif á atvinnulífið. „Þetta hefur tekist vel og landsframleiðsla aukist um 4,5 prósent og atvinnuleysi ekki aukist nema um tvö prósent." Þá segir hann líka hafa verið gerðar breytingar á ráðgjöf ESB í atvinnumálum sem geri hana mjög sveigjanlega og margvíslegum sjóðum beitt til að efla atvinnustig í aðildarríkjum sambandsins. Ísland nýtur hins vegar ekki góðs af aðgerðunum fyrr en inn í sambandið er komið. „Öll þessi vinna er unnin á þessum grunni Evrópusambandslandanna, en með aðild yrði Ísland hluti af öllum aðgerðum sem snerta vinnumarkaðinn og hefði aðgang að sjóðum sem gagnast landinu," segir Spidla. Þá segir hann mikla óvissu í spám um atvinnuleysi, en segir enn búist við auknu atvinnuleysi innan ESB. „Við náum svo jafnvægi í þeim málum á miðju næsta ári eða svo og förum upp úr þeim tíma að vinna á atvinnuleysinu." Spidla segir markmiðið að allir hafi aðgang að vinnu, en litið er á að svo sé þegar atvinnuleysi er undir 3,0 prósentum. Hann segir horft til Íslands í þessum efnum, enda atvinnuleysi mjög lítið hér allt fram að hruninu í fyrra. „Þið hafið sýnt okkur að þetta er raunhæft markmið." Meðalatvinnuleysi í ESB er nú um 9,5 prósent, en Spidla leggur áherslu á að töluverðu muni þar meðal þjóða sambandsins. Þannig sé ástandið einna verst á Spáni þar sem atvinnuleysi sé um 20 prósent, en best í löndum á borð við Holland, Austurríki og Danmörku þar sem atvinnuleysi sé á bilinu 3,0 til 4,5 prósent. olikr@frettabladid.is Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
„Fjármálamarkaðir eru flóknir og stýrast af pólitískum og efnahagslegum þáttum. Með evrunni fækkar óvissuþáttunum og stöðugleiki eykst. Til lengri tíma litið er evran því góð fyrir vinnumarkaðinn," segir Vladimír Spidla, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins (ESB) í atvinnu-, félags- og jafnréttismálum. „Ákvörðunina um framtíðarskipan gjaldeyrismála er ykkar að taka, en ég get svarað því til að evra hefði góð áhrif á vinnumarkaðinn." Spidla fundaði hér með norrænum vinnumálaráðherrum í síðustu viku og flutti erindi á hádegisfundi Alþjóðamálastofnunar Háskólans og fastanefndar framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Noregi og Íslandi um aðgerðir til að bregðast við atvinnuleysi. Þar á bæ segir Spidla í fyrsta sinn hafa verið setta upp áætlun til að koma jafnvægi á fjármálamarkaði og það hafi áhrif á atvinnulífið. „Þetta hefur tekist vel og landsframleiðsla aukist um 4,5 prósent og atvinnuleysi ekki aukist nema um tvö prósent." Þá segir hann líka hafa verið gerðar breytingar á ráðgjöf ESB í atvinnumálum sem geri hana mjög sveigjanlega og margvíslegum sjóðum beitt til að efla atvinnustig í aðildarríkjum sambandsins. Ísland nýtur hins vegar ekki góðs af aðgerðunum fyrr en inn í sambandið er komið. „Öll þessi vinna er unnin á þessum grunni Evrópusambandslandanna, en með aðild yrði Ísland hluti af öllum aðgerðum sem snerta vinnumarkaðinn og hefði aðgang að sjóðum sem gagnast landinu," segir Spidla. Þá segir hann mikla óvissu í spám um atvinnuleysi, en segir enn búist við auknu atvinnuleysi innan ESB. „Við náum svo jafnvægi í þeim málum á miðju næsta ári eða svo og förum upp úr þeim tíma að vinna á atvinnuleysinu." Spidla segir markmiðið að allir hafi aðgang að vinnu, en litið er á að svo sé þegar atvinnuleysi er undir 3,0 prósentum. Hann segir horft til Íslands í þessum efnum, enda atvinnuleysi mjög lítið hér allt fram að hruninu í fyrra. „Þið hafið sýnt okkur að þetta er raunhæft markmið." Meðalatvinnuleysi í ESB er nú um 9,5 prósent, en Spidla leggur áherslu á að töluverðu muni þar meðal þjóða sambandsins. Þannig sé ástandið einna verst á Spáni þar sem atvinnuleysi sé um 20 prósent, en best í löndum á borð við Holland, Austurríki og Danmörku þar sem atvinnuleysi sé á bilinu 3,0 til 4,5 prósent. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira