Viðskipti innlent

Kröfulisti Landsbankans: Straumur með 25 milljarða kröfu

Straumur gerir kröfu upp á rúmlega 25 milljarða kr. í þrotabú Landsbankans. Krafan er í nokkrum liðum og eru tveir þeirra upp á 12,3 milljarða annarsvegar og 5,7 milljarða hinsvegar.

Þá gerir Kaupþing kröfur upp á rúmlega 24 milljarða kr. Þær kröfur eru einnig í nokkrum liðum og eru tveir þeir stærstu upp á 10 milljarða annarsvegar og 9,5 milljarða hinsvegar.

Þá vekur athygli að Nýja Kaupþing gerir tvær kröfur í þrotabúið og hljóða þær samtals upp á tæplega 900 milljónir kr.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×