Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Lovísa Arnardóttir skrifar 23. apríl 2025 09:06 Renata og Margrét hjá Nova ásamt Ingu Tinnu og Magnúsi hjá Dineout skáluðu við undirritun samnings. Aðsend Nova hefur eignast 20 prósenta hlut í Dineout ásamt því að taka sæti í stjórn félagsins. Inga Tinna Sigurðardóttir, stofnandi og forstjóri Dineout, og Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova, undirrituðu samning um kaupin í dag. Samhliða var undirritaður samningur um fjármögnun til þróunar á nýjum lausnum í strategísku samstarfi við Nova. Í tilkynningu kemur fram að Nova hafi samkvæmt samningi kost á að auka við hlut sinn á næstu árum. Markmið kaupanna er samkvæmt tilkynningunni að styrkja enn frekar FyrirÞig, vildarklúbb Nova appsins. Kaupin eru talin fela í sér tækifæri til að auka vöruframboð til bæði lítilla og meðalstórra fyrirtækja auk þess að vinna að vöruþróun. „Við horfum til vegferðar þar sem við getum nýtt sameiginleg tækifæri fyrir viðskiptavini, bæði á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði, til þess að einfalda fólki lífið, spara því peninga, en líka hvetja það til að skemmta sér og njóta lífsins saman. Við viljum jafnframt einfalda fólki það að nýta allan ávinninginn sem fylgir því að vera viðskiptavinur Nova til þess að styrkja viðskiptavinasambandið enn frekar. Ég tel að kaupin og samstarfið muni styrkja þá vegferð,“ segir Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova. Aukið vöruframboð Dineout var stofnað árið 2017 með það markmið að þróa borðabókunarkerfi fyrir íslenska veitingastaði. Í dag nýta samkvæmt tilkynningunni yfir 600 fyrirtæki sér lausnir Dineout í daglegum rekstri. Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri og eigandi Dineout, segir í tilkynningu það mikinn feng að fá Nova inn sem fjárfesti. „Við teljum að lausnirnar okkar falli mjög vel að vöruframboðinu í Nova appinu og munu sömuleiðis nýtast víðar í þjónustu þeirra. Að sama skapi mun sýnileiki viðskiptavina Dineout aukast. Við hlökkum til að auka vöruframboðið enn frekar og kynna nýjar lausnir til leiks í samstarfi við Nova,“ segir Inga Tinna. Nova Veitingastaðir Tækni Fjarskipti Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Í samkeppni við Noona með Sinna Inga Tinna Sigurðardóttir, eigandi Dineout.is, opnaði nýlega nýtt markaðstorg á vefnum sinna.is þar sem hægt er að bóka tíma í hárgreiðslu, á snyrtistofu, heilsulind, nudd og ýmsa þjálfun. Inga Tinna segir þau leggja áherslu á heilsu og vellíðan. Um 60 rekstraraðilar hafa skráð sig á síðuna. 7. febrúar 2025 06:46 Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Nova og Klak - Icelandic Startups undirrituðu samning um áframhaldandi samstarf um Startup Supernova nýsköpunarhraðalinn til næstu þriggja ára í Grósku á föstudaginn. Hraðallinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2020 og markmið hans er að styðja frumkvöðla við að þróa viðskiptalausnir sem eiga erindi á alþjóðamarkað. 3. apríl 2025 15:28 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Samhliða var undirritaður samningur um fjármögnun til þróunar á nýjum lausnum í strategísku samstarfi við Nova. Í tilkynningu kemur fram að Nova hafi samkvæmt samningi kost á að auka við hlut sinn á næstu árum. Markmið kaupanna er samkvæmt tilkynningunni að styrkja enn frekar FyrirÞig, vildarklúbb Nova appsins. Kaupin eru talin fela í sér tækifæri til að auka vöruframboð til bæði lítilla og meðalstórra fyrirtækja auk þess að vinna að vöruþróun. „Við horfum til vegferðar þar sem við getum nýtt sameiginleg tækifæri fyrir viðskiptavini, bæði á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði, til þess að einfalda fólki lífið, spara því peninga, en líka hvetja það til að skemmta sér og njóta lífsins saman. Við viljum jafnframt einfalda fólki það að nýta allan ávinninginn sem fylgir því að vera viðskiptavinur Nova til þess að styrkja viðskiptavinasambandið enn frekar. Ég tel að kaupin og samstarfið muni styrkja þá vegferð,“ segir Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova. Aukið vöruframboð Dineout var stofnað árið 2017 með það markmið að þróa borðabókunarkerfi fyrir íslenska veitingastaði. Í dag nýta samkvæmt tilkynningunni yfir 600 fyrirtæki sér lausnir Dineout í daglegum rekstri. Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri og eigandi Dineout, segir í tilkynningu það mikinn feng að fá Nova inn sem fjárfesti. „Við teljum að lausnirnar okkar falli mjög vel að vöruframboðinu í Nova appinu og munu sömuleiðis nýtast víðar í þjónustu þeirra. Að sama skapi mun sýnileiki viðskiptavina Dineout aukast. Við hlökkum til að auka vöruframboðið enn frekar og kynna nýjar lausnir til leiks í samstarfi við Nova,“ segir Inga Tinna.
Nova Veitingastaðir Tækni Fjarskipti Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Í samkeppni við Noona með Sinna Inga Tinna Sigurðardóttir, eigandi Dineout.is, opnaði nýlega nýtt markaðstorg á vefnum sinna.is þar sem hægt er að bóka tíma í hárgreiðslu, á snyrtistofu, heilsulind, nudd og ýmsa þjálfun. Inga Tinna segir þau leggja áherslu á heilsu og vellíðan. Um 60 rekstraraðilar hafa skráð sig á síðuna. 7. febrúar 2025 06:46 Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Nova og Klak - Icelandic Startups undirrituðu samning um áframhaldandi samstarf um Startup Supernova nýsköpunarhraðalinn til næstu þriggja ára í Grósku á föstudaginn. Hraðallinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2020 og markmið hans er að styðja frumkvöðla við að þróa viðskiptalausnir sem eiga erindi á alþjóðamarkað. 3. apríl 2025 15:28 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Í samkeppni við Noona með Sinna Inga Tinna Sigurðardóttir, eigandi Dineout.is, opnaði nýlega nýtt markaðstorg á vefnum sinna.is þar sem hægt er að bóka tíma í hárgreiðslu, á snyrtistofu, heilsulind, nudd og ýmsa þjálfun. Inga Tinna segir þau leggja áherslu á heilsu og vellíðan. Um 60 rekstraraðilar hafa skráð sig á síðuna. 7. febrúar 2025 06:46
Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Nova og Klak - Icelandic Startups undirrituðu samning um áframhaldandi samstarf um Startup Supernova nýsköpunarhraðalinn til næstu þriggja ára í Grósku á föstudaginn. Hraðallinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2020 og markmið hans er að styðja frumkvöðla við að þróa viðskiptalausnir sem eiga erindi á alþjóðamarkað. 3. apríl 2025 15:28