Viðskipti innlent

Kröfulisti Landsbankans: Deutsche Bank með 403 milljarða

Stærsti einstaki kröfuhafinn í þrotabú Landsbankans, að Icesave frátöldu, er þýski stórbankinn Deutsche Bank. Samtals gerir Deutsche Bank og dótturfélög hans kröfur upp á 403 milljarða kr. í búið samkvæmt kröfuhafalista bankans.

Raunar voru þýskir bankar mjög viljugir til að lána Landabankanum því nefna má að Deka bankinn gerir kröfur upp á um 70 milljarða kr.

Helstu dótturfélög Landsbankans erlendis gera einnig stórar kröfur í þrotabúið. Þannig gerir Landsbankinn í Lúxemborg kröfu upp á tæplega 170 milljarða kr. Heritable bankinn í London gerir kröfu upp á um 137 milljarða kr.

Útibú Landsbankans á Guernsey gerir hinsvegar kröfu upp á 8,7 milljarða kr. Það er ekki eina krafan frá þessari eyju því á kröfuhafalistanum má finna keiluklúbbinn Guernsey Bowling Club sem gerir kröfu upp á 2,6 milljónir kr. í þrotabúið.










Tengdar fréttir

Yfir 12 þúsund kröfur í þrotabú Landsbankans

Bretar og Hollendingar fyrir hönd 350 þúsund innistæðueigenda gera rúmlega tólf hundruð milljarða króna kröfu í þrotabú Landsbankans. Sex hundruð starfsmenn gamla bankans gera launakröfur upp á hátt í fimm milljarða.

Kröfulisti Landsbankans: Heildarkröfur rúmir 6.000 milljarðar

Lýstar kröfur í þrotabú Landsbankans nema 6.459 milljörðum króna. Af heildarkröfum nema samþykktar forgangskröfur 1.273 milljörðum. Heildarforgangskröfur nema 2.857 milljörðum, en ekki er enn búið að taka afstöðu til allra launakrafna.

Kröfulisti Landsbankans: Glitnir með 90 milljarða kröfu

Glitnir gerir kröfur upp á rúmlega 90 milljarða kr. í þrotabú Landsbankans. Þetta kemur fram í kröfulista Landsbankans. Raunar gera flestar lánastofnanir sem og opinberar stofnanir háar kröfur í þrotabúið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×