Viðskipti innlent

Neytendastofa bannar bensínauglýsingar

Ein af auglýsingunum sem hafa verið bannaðar.
Ein af auglýsingunum sem hafa verið bannaðar.

Olíuverslun Íslands og N1 hafa undanfarið auglýst tilboð til viðskiptakorthafa sinna þar sem boðinn er fimm króna afsláttur af dæluverði eldsneytis til handa korthöfunum en auglýsingarnar hafa verið bannaðar af Neytendastofu.

Í tilboðinu felst hins vegar að veittur er þriggja króna afsláttur af dæluverði og söfnun punkta að verðmæti tveggja króna, Safnkortspunkta hjá N1 og vildarpunkta Icelandair hjá Olíuverslun Íslands.

Með ákvörðunum Neytendastofu hefur stofnunin bannað auglýsingar fyrirtækjanna. Neytendastofa telur söfnun fríðinda ekki geta verið lagða til jafns við afslátt í krónum og því geti fyrirtækin ekki auglýst fimm króna afslátt af verði þegar dæluverð lækkar eingöngu um þrjár krónur en viðskiptavinurinn safnar punktum að verðmæti tveggja króna að auki. Neytendastofa bannaði því auglýsingarnar þar sem þær eru villandi og til þess fallnar að hafa áhrif á ákvörðun neytenda um að eiga viðskipti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×