Fleiri fréttir Vilhjálmur Þorsteinsson verður lykilhlutafi í Auði Capital Vilhjálmur Þorsteinsson hefur bæst í hóp lykilhluthafa Auðar Capital. Mun hann taka sæti í stjórn félagsins að því er segir í tilkynningu um málið. 13.11.2009 12:07 Lífleg fasteignasala í Kópavogi miðað við markaðinn Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 6. nóvember til og með 12. nóvember 2009 var 51. Athygli vekur að af þessum fjölda voru 20 samningar í Kópavogi og hafa 10 fasteignir verið seldar í Kópavogi að meðaltali á viku síðustu þrjá mánuði. 13.11.2009 11:56 Samdrátturinn heldur áfram í smávöruversluninni Velta í dagvöruverslun dróst saman um 3,9% á föstu verðlagi í október miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 9.7% á breytilegu verðlagi 13.11.2009 10:45 Afli íslenskra skipa minnkaði um 3,2% í október Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum októbermánuði, metinn á föstu verði, var 3,2% minni en í október 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 5,9% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. 13.11.2009 09:14 Atlantic Airways tapar 110 milljónum á 3. ársfjórðung Færeyska flugfélagið Atlantic Airways tapaði 4,4 milljónum danskra kr. eða 110 milljónum kr., fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi. Hinsvegar er hagnaður upp á 7,8 milljónir danskra kr. á fyrstu níu mánuðum ársins. 13.11.2009 09:09 Eignir lífeyrissjóða hækkuðu um 26 milljarða í september Hrein eign lífeyrissjóðanna var 1.734 milljarðar kr. í lok september sl. og hækkaði um 26,1 milljarðar kr. í mánuðinum. Sé miðað við september 2008 hefur hrein eign hins vegar lækkað um 49,2 milljarðar kr. eða 2,8 %. 13.11.2009 08:20 Hagsjá: Spáir því að ársverðbólgan lækki í 8,4% Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga milli október og nóvember mælist 0,5%. Gangi spáin eftir, lækkar 12 mánaða verðbólga úr 9,7% niður í 8,4% en í nóvember í fyrra hækkaði VNV um 1,7% milli mánaða. 13.11.2009 08:05 Össur með viðskiptavakt hjá Nýja Kaupþingi og Saga Capital Össur hf. hefur gert nýjan samning við Nýja Kaupþing Banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum félagsins. Í tilkynningu segir að um sé að ræða endurnýjun á fyrri samningi frá febrúar 2005. Þessi samningur er einungis vegna skráningar félagsins á Íslandi. Össur hefur einnig samið við Saga Capital um viðskiptavakt. 13.11.2009 07:57 Bakkavör hækkaði um 36% í dag Bakkavör Group hækkaði um 36,36% í dag, Icelandair hækkaði um 10,94% og Marel hækkaði um 1,66%. 12.11.2009 17:52 6,56 milljarða velta á skuldabréfamarkaði Heildarvelta á skuldabréfamarkaði í dag nam 6,56 milljörðum króna. Þar af námu viðskipti með óverðtryggð 6,15 milljörðum króna og íbúðabréf 0,41 milljörðum. 12.11.2009 17:43 Vilhjálmur: Við munum aldrei una skattahækkunum „Samtök atvinnulífsins munu aldrei una skattahækkunum sem eru til þess fallnar að dýpka og lengja kreppuna og geta heldur ekki unað því að gengið sé þvert á það sem búið er að semja um. Verði það niðurstaða ríkisstjórnarinnar skilja leiðir,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í pistli sem birtist á heimasíðu samtakanna. 12.11.2009 16:58 Grímur Sæmundsen varaformaður SA Á fundi stjórnar Samtaka atvinnulífsins (SA) nýverið var Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins hf., kjörinn varaformaður samtakanna. 12.11.2009 15:29 Telja að skattahækkanir muni fækka ferðamönnum Í fréttum að undanförnu hefur verið greint frá alls kyns hugmyndum og tillögum um miklar skattahækkanir á m.a. flestallar greinar ferðaþjónustu og ef hugmyndir þessar ná fram þá stefnir augljóslega í fækkun erlendra ferðamanna hingað til lands. 12.11.2009 15:20 Áform sjávarútvegsráðherra eru nánast óframkvæmanleg „Hafnarvog Vestmannaeyjahafnar hefur hvorki tæki né þau tól sem til þarf við að brúttóvigta öll ílát sem berast að landi í viku hverri ... Við núverandi aðstæður telja hafnaryfirvöld það nánast óframkvæmanlegt miðað við það magn af afla sem berst að landi á þeim skamma tíma sem um ræðir," segir í bréfi sem Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur sent til sjávarútvegsráðherra. 12.11.2009 14:06 Daníel og Stefnir neita sök í Kaupþingsmáli Daníel Þórðarson og Stefnir Ingi Agnarsson, sem unnu hjá Kaupþingi, neituðu báðir sök við aðalmeðferð máls Ríkislögreglustjóra gegn þeim. 12.11.2009 13:37 Marel að selja Stork Food and Dairy Systems Marel hefur undirritað viljayfirlýsingu við hollenska fjárfestingasjóðinn Nimbus varðandi sölu á Stork Food and Dairy Systems, einingu sem starfar utan kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Stefnt er að því að ljúka viðskiptunum fyrir árslok. 12.11.2009 12:13 Mikill áhugi í útboði ríkisvíxla í morgun Alls bárust 68 gild tilboð í flokkinn RIKV 10 0315 að fjárhæð 64.7 milljarða kr. að nafnverði í útboði í morgun. Tilboðum var tekið fyrir 20 milljarða kr. að nafnverði á verðinu 97,425 (flatir vextir 8,00%). 12.11.2009 11:55 Leigumarkaðurinn heldur áfram að vaxa Alls voru þinglýstir 861 leigusamningar nú í októbermánuði sem eru 20% fleiri samningar en gerðir voru á sama mánuði í fyrra. Þessi aukning er í takt við þá þróun sem hefur verið á árinu og lýsir hún aukinni sókn í leiguhúsnæði. 12.11.2009 11:24 Íslenskir fjárfestar í samstarf við rafbílaframleiðendann REVA Íslenska fjárfestingarfélagið Northern Lights Energy og rafbílaframleiðandinn REVA undirrita samkomulag um sölu og markaðssetningu REVA á Íslandi. Fyrstu eitthundrað rafbílarnir verða afhendir á næsta ári og hagkvæmisathugun er í gangi um uppsetningu samsetningaverksmiðju rafbíla hér á landi. 12.11.2009 11:15 Moody´s segir óvissu um getu stjórnvalda til að styðja OR Lánsmatsfyrirtækið Moody´s segir í áliti sínu um nýtt lánshæfismat sitt á Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að lækkunin á matinu niður í rusl-flokk sé meðal annars vegna óvissu um hvort stjórnvöld geti staðið við bakið á fyrirtækinu. 12.11.2009 10:52 Hollenska ING bankasamstæðan velur íslenskt hugvit Hollenska ING banka- og tryggingasamstæðan hefur valið íslenska hugbúnaðarfélagið Applicon til þess að vinna að innleiðingu á SAP bankahugbúnaði fyrir útlán bankans. ING er í hópi 25 stærstu banka Evrópu þegar miðað er við markaðsvirði. 12.11.2009 10:23 Mat Moody´s: Takmarkar aðgengi Landsvirkjunnar að lánsfé Landsvirkjun segir að ný lánshæfiseinkunn fyrirtækisins hjá Moody´s muni takmarka aðgengi fyrirtækisins að erlendu lánsfé. Þar að auki muni lánskjörin versna. 12.11.2009 09:32 Orkuveitan í ruslflokk Lánshæfiseinkunn Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið lækkuð hjá matsfyrirtækinu Moody's og er nú í svokölluðum ruslflokki. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. 12.11.2009 08:33 Nýtt mat Moody´s hreyfði lítið við skuldatryggingarálaginu Lækkun Moody´s á lánshæfismati ríkissjóðs í gærdag hreyfði lítið við skuldatryggingarálaginu á íslenska ríkinu samkvæmt bæði Credit Market Analysis (CMA) og Markit Itraxx vísitölunni. 12.11.2009 08:22 Seðlabankastjóri: Bankakerfinu ekki hleypt í áhættusama starfsemi Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að núverandi bankakerfi landsins verði ekki leyft að fara í mjög áhættusama starfsemi út fyrir landamærin eins og gömlu bankarnir gerðu. „Við höfum enga burði til að verja slíkt og við eigum ekki að verja okkar fjármunum í það," segir Már. 12.11.2009 08:12 Innistæðubréf Seðlabankans tvöfölduðust í útboði Seðlabankinn tók tilboðum í innstæðubréf fyrir 30 milljarða kr. í gær sem er það hámark sem peningastefnunefnd ákvað á síðasta vaxtaákvörðunarfundi. Innstæðubréfaflokkurinn nærri tvöfaldaðist í útboðinu og er nú orðinn 64,8 milljarða kr. þar sem endurkaupadagur var á bréfum fyrir 10,6 milljarða kr. sem voru seld 14. október s.l. 12.11.2009 07:55 Ræða tímabundinn skatt á lífeyrissjóði Tímabundinn skattur á fjármagnstekjur lífeyrissjóða hefur verið ræddur í efnahags- og skattanefnd Alþingis. Lífeyrissjóðirnir hafa ekki verið skattlagðir með þeim hætti áður. 12.11.2009 06:00 Segja allar upplýsingar um Sjóð 9 hafa verið aðgengilegar Stjórnendur Íslandssjóða, sem áður kölluðu sig Glitnissjóði, fullyrða að fjárfestingar og eignasafn Sjóðs 9 hafi verið í samræmi við fjárfestingarheimildir eins og lög og reglur verðbréfa- og fjárfestingarsjóða geri ráð fyrir. Þetta kemur fram í orðsendingu sem stjórnendur sjóðsins hafa sent Vísi vegna fréttar af fyrirhugaðri málshöfðun gegn Íslandssjóðum vegna taps sem sjóðsfélagar í Sjóði 9 urðu fyrir þegar sjóðunum var slitið. 11.11.2009 22:14 Landsbankinn tapaði 19 milljörðum frá þjóðnýtingu til áramóta Nýi Landsbankinn tapaði nítján milljörðum króna frá því bankinn var tekinn yfir af ríkinu eftir hrun á síðasta ári til áramóta. Á þessum rúmu tveimur mánuðum hagnaðist Nýja Kaupþing hins vegar um fimm milljarða. Þetta kemur fram í nýrri vinnuskýrslu starfshóps Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu efnahagsmála á Íslandi sem birt var í síðustu viku. 11.11.2009 18:30 Century Aluminum Company hækkaði um 4,47% Hlutabréf í Century Aluminum Company, móðurfélagi Norðuráls, hækkuðu um 4,47% í Kauphöllinni í dag og hlutabréf í Marel hækkuðu um 0,46%. Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum lækkaði um 9,78% og Føroya Banki um 0,73%. Gengi krónunnar lækkaði um 0,05% 11.11.2009 17:53 Heildarvelta skuldabréfa 15,36 milljarðar Heildarvelta skuldabréfa í dag var 15,36 milljarðar. Þar af voru 5,08 milljarðar í íbúðabréfum en 10,28 milljarðar í óverðtryggðum ríkisbréfum. 11.11.2009 17:40 Stefna Glitnissjóðum vegna Sjóðs 9 Hópur hlutdeildarskírteinishafa í peningamarkaðssjóðnum Sjóður 9 sem starfræktur var á vegum Glitnis hyggst stefna sjóðnum. „Útgreiðsluhlutfallið úr Sjóði 9 var 85,12% miðað við síðasta skráða gengi sjóðsins þann 6. október í fyrra,“ segir Einar Hugi Bjarnason, lögmaður hjá Ergó lögmönnum, sem undirbýr málsóknina. 11.11.2009 17:13 Kaupþing ætlar að höfða mál vegna áfrýjunarnefndar neytendamála Nýi Kaupþing banki hefur sent Neytendasamtökunum svar við fyrirspurn samtakanna um það hvernig bankinn hyggst bregðast við úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála varðandi skilmála bankans um kjörvexti erlendra lána. 11.11.2009 16:25 Ný jarðvarmaveita á vegum Enex Kína og Sinopec Shaanxi Green Energy, félag í eigu Enex Kína og kínverska fyrirtækisins Sinopec Star hefur skrifað undir samkomulag við yfirvöld Xiong sýslu í Kína um uppbyggingu jarðvarmaveitu. 11.11.2009 15:28 Moody´s lækkaði líka matið á Íbúðalánasjóði Lánshæfismatsfyrirtækið Moody´s lækkaði í dag lánshæfismat Íbúðalánasjóðs í Baa3 úr Baa1. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á lánshæfismati íslenska ríkisins í Baa3 úr Baa1. 11.11.2009 15:23 Landsbankinn semur við tæknilega gjaldþrota Gift Skilanefnd Landsbankans hefur höfðað skuldamál á hendur Gift fjárfestingafélaginu sem var í eigu Samvinnutrygginga. Fyrirtaka fór fram í málinu í morgun en þar var málinu frestað fram í desember. Þar kom einnig fram að Landsbankinn og Gift eiga í samningaviðræðum varðandi skuldina. 11.11.2009 15:21 AGS: Hættuleg niðursveifla íbúðaverðs var stöðvuð Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir í nýjustu skýrslu sinni um íslensk efnahagsmál að komið hafi verið í veg fyrir flóð framboðs íbúðarhúsnæðis hér á landi með frystingu í fjárnámi í íbúðarhúnæði, skuldbreytingu íbúðalána og aukinni notkun markaskiptasamninga. Segir sjóðurinn að með þessu hafi verið komið í veg fyrir hættulega niðursveiflu íbúðaverðs. 11.11.2009 12:16 Neytendasamtökin fordæma Nýja Kaupþing opinberlega „Þar sem Neytendasamtökin eru nú orðin úrkula vonar um að þeim berist svar sjá þau sig knúin til að fordæma verklag bankans opinberlega." 11.11.2009 12:09 Skráð atvinnuleysi var 7,6% í október Skráð atvinnuleysi í október 2009 var 7,6% eða að meðaltali 12.682 manns og eykst atvinnuleysi um 4,4% að meðaltali frá september eða um 537 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1,9%, eða 3.106 manns. 11.11.2009 12:03 Sparisjóðirnir lækka vexti um allt að 1% Sparisjóðirnir á Íslandi hafa ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum frá og með deginum í dag. Lækkunin nemur allt að 1%, mismunandi eftir reikningum og lánum. 11.11.2009 11:58 Moody´s: Matið á Íslandi hækkar ekki um fyrirsjáanlega framtíð Í nýju áliti Moody´s sem fylgir með ákvörðun matsfyrirtækisins um að lækka lánshæfismatið á Íslandi um tvo flokka niður í Baa3 en með stöðugum horfum kemur fram að matið er háð töluverðri óvissu. Þar að auki valdi miklar skuldir hins opinbera því að takmarkað er hve matið getur hækkað um fyrirsjáanlega framtíð. 11.11.2009 11:14 Moody´s lækkar lánshæfismat Íslands Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfismat íslenska ríkisins um tvo flokka samkvæmt frétt Bloomberg. Lækkar einkunn ríkissjóðs úr Baa1 í Baa3. Horfur eru sagðar stöðugar. 11.11.2009 10:53 Nýr viðskiptavefur opnaður Þann 11. nóvember opnaði www.keldan.is, nýr upplýsinga- og viðskiptavefur fyrir íslenska fjármálamarkaðinn. Hlutverk Keldunnar er að veita yfirsýn á fjármálamarkaði, bjóða upp á skilvirka fjármálaþjónustu og vera til gagns og gamans. 11.11.2009 09:34 Erlendar eignir Seðlabankans jukust og skuldir minnkuðu Erlendar eignir Seðlabanka Íslands námu 506 milljörðum kr. í lok október samanborið við 489 milljarða kr. í lok september 2009. Erlendar skuldir Seðlabanka Íslands voru 260 milljarða kr. í lok október en voru 274 milljarðar kr. í lok sept. 2009. 11.11.2009 08:30 DeCode sækir sér lán á háum vöxtum DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, frestaði í gær birtingu uppgjörs fyrirtækisins fyrir þriðja fjórðung. Þetta er í annað skiptið á árinu sem deCode frestar uppgjöri. Frestur er gefinn til mánaðamóta, líkt og fram kemur í tilkynningu til bandaríska fjármálaeftirlitsins í gær. 11.11.2009 06:45 Sjá næstu 50 fréttir
Vilhjálmur Þorsteinsson verður lykilhlutafi í Auði Capital Vilhjálmur Þorsteinsson hefur bæst í hóp lykilhluthafa Auðar Capital. Mun hann taka sæti í stjórn félagsins að því er segir í tilkynningu um málið. 13.11.2009 12:07
Lífleg fasteignasala í Kópavogi miðað við markaðinn Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 6. nóvember til og með 12. nóvember 2009 var 51. Athygli vekur að af þessum fjölda voru 20 samningar í Kópavogi og hafa 10 fasteignir verið seldar í Kópavogi að meðaltali á viku síðustu þrjá mánuði. 13.11.2009 11:56
Samdrátturinn heldur áfram í smávöruversluninni Velta í dagvöruverslun dróst saman um 3,9% á föstu verðlagi í október miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 9.7% á breytilegu verðlagi 13.11.2009 10:45
Afli íslenskra skipa minnkaði um 3,2% í október Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum októbermánuði, metinn á föstu verði, var 3,2% minni en í október 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 5,9% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. 13.11.2009 09:14
Atlantic Airways tapar 110 milljónum á 3. ársfjórðung Færeyska flugfélagið Atlantic Airways tapaði 4,4 milljónum danskra kr. eða 110 milljónum kr., fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi. Hinsvegar er hagnaður upp á 7,8 milljónir danskra kr. á fyrstu níu mánuðum ársins. 13.11.2009 09:09
Eignir lífeyrissjóða hækkuðu um 26 milljarða í september Hrein eign lífeyrissjóðanna var 1.734 milljarðar kr. í lok september sl. og hækkaði um 26,1 milljarðar kr. í mánuðinum. Sé miðað við september 2008 hefur hrein eign hins vegar lækkað um 49,2 milljarðar kr. eða 2,8 %. 13.11.2009 08:20
Hagsjá: Spáir því að ársverðbólgan lækki í 8,4% Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga milli október og nóvember mælist 0,5%. Gangi spáin eftir, lækkar 12 mánaða verðbólga úr 9,7% niður í 8,4% en í nóvember í fyrra hækkaði VNV um 1,7% milli mánaða. 13.11.2009 08:05
Össur með viðskiptavakt hjá Nýja Kaupþingi og Saga Capital Össur hf. hefur gert nýjan samning við Nýja Kaupþing Banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum félagsins. Í tilkynningu segir að um sé að ræða endurnýjun á fyrri samningi frá febrúar 2005. Þessi samningur er einungis vegna skráningar félagsins á Íslandi. Össur hefur einnig samið við Saga Capital um viðskiptavakt. 13.11.2009 07:57
Bakkavör hækkaði um 36% í dag Bakkavör Group hækkaði um 36,36% í dag, Icelandair hækkaði um 10,94% og Marel hækkaði um 1,66%. 12.11.2009 17:52
6,56 milljarða velta á skuldabréfamarkaði Heildarvelta á skuldabréfamarkaði í dag nam 6,56 milljörðum króna. Þar af námu viðskipti með óverðtryggð 6,15 milljörðum króna og íbúðabréf 0,41 milljörðum. 12.11.2009 17:43
Vilhjálmur: Við munum aldrei una skattahækkunum „Samtök atvinnulífsins munu aldrei una skattahækkunum sem eru til þess fallnar að dýpka og lengja kreppuna og geta heldur ekki unað því að gengið sé þvert á það sem búið er að semja um. Verði það niðurstaða ríkisstjórnarinnar skilja leiðir,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í pistli sem birtist á heimasíðu samtakanna. 12.11.2009 16:58
Grímur Sæmundsen varaformaður SA Á fundi stjórnar Samtaka atvinnulífsins (SA) nýverið var Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins hf., kjörinn varaformaður samtakanna. 12.11.2009 15:29
Telja að skattahækkanir muni fækka ferðamönnum Í fréttum að undanförnu hefur verið greint frá alls kyns hugmyndum og tillögum um miklar skattahækkanir á m.a. flestallar greinar ferðaþjónustu og ef hugmyndir þessar ná fram þá stefnir augljóslega í fækkun erlendra ferðamanna hingað til lands. 12.11.2009 15:20
Áform sjávarútvegsráðherra eru nánast óframkvæmanleg „Hafnarvog Vestmannaeyjahafnar hefur hvorki tæki né þau tól sem til þarf við að brúttóvigta öll ílát sem berast að landi í viku hverri ... Við núverandi aðstæður telja hafnaryfirvöld það nánast óframkvæmanlegt miðað við það magn af afla sem berst að landi á þeim skamma tíma sem um ræðir," segir í bréfi sem Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur sent til sjávarútvegsráðherra. 12.11.2009 14:06
Daníel og Stefnir neita sök í Kaupþingsmáli Daníel Þórðarson og Stefnir Ingi Agnarsson, sem unnu hjá Kaupþingi, neituðu báðir sök við aðalmeðferð máls Ríkislögreglustjóra gegn þeim. 12.11.2009 13:37
Marel að selja Stork Food and Dairy Systems Marel hefur undirritað viljayfirlýsingu við hollenska fjárfestingasjóðinn Nimbus varðandi sölu á Stork Food and Dairy Systems, einingu sem starfar utan kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Stefnt er að því að ljúka viðskiptunum fyrir árslok. 12.11.2009 12:13
Mikill áhugi í útboði ríkisvíxla í morgun Alls bárust 68 gild tilboð í flokkinn RIKV 10 0315 að fjárhæð 64.7 milljarða kr. að nafnverði í útboði í morgun. Tilboðum var tekið fyrir 20 milljarða kr. að nafnverði á verðinu 97,425 (flatir vextir 8,00%). 12.11.2009 11:55
Leigumarkaðurinn heldur áfram að vaxa Alls voru þinglýstir 861 leigusamningar nú í októbermánuði sem eru 20% fleiri samningar en gerðir voru á sama mánuði í fyrra. Þessi aukning er í takt við þá þróun sem hefur verið á árinu og lýsir hún aukinni sókn í leiguhúsnæði. 12.11.2009 11:24
Íslenskir fjárfestar í samstarf við rafbílaframleiðendann REVA Íslenska fjárfestingarfélagið Northern Lights Energy og rafbílaframleiðandinn REVA undirrita samkomulag um sölu og markaðssetningu REVA á Íslandi. Fyrstu eitthundrað rafbílarnir verða afhendir á næsta ári og hagkvæmisathugun er í gangi um uppsetningu samsetningaverksmiðju rafbíla hér á landi. 12.11.2009 11:15
Moody´s segir óvissu um getu stjórnvalda til að styðja OR Lánsmatsfyrirtækið Moody´s segir í áliti sínu um nýtt lánshæfismat sitt á Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að lækkunin á matinu niður í rusl-flokk sé meðal annars vegna óvissu um hvort stjórnvöld geti staðið við bakið á fyrirtækinu. 12.11.2009 10:52
Hollenska ING bankasamstæðan velur íslenskt hugvit Hollenska ING banka- og tryggingasamstæðan hefur valið íslenska hugbúnaðarfélagið Applicon til þess að vinna að innleiðingu á SAP bankahugbúnaði fyrir útlán bankans. ING er í hópi 25 stærstu banka Evrópu þegar miðað er við markaðsvirði. 12.11.2009 10:23
Mat Moody´s: Takmarkar aðgengi Landsvirkjunnar að lánsfé Landsvirkjun segir að ný lánshæfiseinkunn fyrirtækisins hjá Moody´s muni takmarka aðgengi fyrirtækisins að erlendu lánsfé. Þar að auki muni lánskjörin versna. 12.11.2009 09:32
Orkuveitan í ruslflokk Lánshæfiseinkunn Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið lækkuð hjá matsfyrirtækinu Moody's og er nú í svokölluðum ruslflokki. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. 12.11.2009 08:33
Nýtt mat Moody´s hreyfði lítið við skuldatryggingarálaginu Lækkun Moody´s á lánshæfismati ríkissjóðs í gærdag hreyfði lítið við skuldatryggingarálaginu á íslenska ríkinu samkvæmt bæði Credit Market Analysis (CMA) og Markit Itraxx vísitölunni. 12.11.2009 08:22
Seðlabankastjóri: Bankakerfinu ekki hleypt í áhættusama starfsemi Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að núverandi bankakerfi landsins verði ekki leyft að fara í mjög áhættusama starfsemi út fyrir landamærin eins og gömlu bankarnir gerðu. „Við höfum enga burði til að verja slíkt og við eigum ekki að verja okkar fjármunum í það," segir Már. 12.11.2009 08:12
Innistæðubréf Seðlabankans tvöfölduðust í útboði Seðlabankinn tók tilboðum í innstæðubréf fyrir 30 milljarða kr. í gær sem er það hámark sem peningastefnunefnd ákvað á síðasta vaxtaákvörðunarfundi. Innstæðubréfaflokkurinn nærri tvöfaldaðist í útboðinu og er nú orðinn 64,8 milljarða kr. þar sem endurkaupadagur var á bréfum fyrir 10,6 milljarða kr. sem voru seld 14. október s.l. 12.11.2009 07:55
Ræða tímabundinn skatt á lífeyrissjóði Tímabundinn skattur á fjármagnstekjur lífeyrissjóða hefur verið ræddur í efnahags- og skattanefnd Alþingis. Lífeyrissjóðirnir hafa ekki verið skattlagðir með þeim hætti áður. 12.11.2009 06:00
Segja allar upplýsingar um Sjóð 9 hafa verið aðgengilegar Stjórnendur Íslandssjóða, sem áður kölluðu sig Glitnissjóði, fullyrða að fjárfestingar og eignasafn Sjóðs 9 hafi verið í samræmi við fjárfestingarheimildir eins og lög og reglur verðbréfa- og fjárfestingarsjóða geri ráð fyrir. Þetta kemur fram í orðsendingu sem stjórnendur sjóðsins hafa sent Vísi vegna fréttar af fyrirhugaðri málshöfðun gegn Íslandssjóðum vegna taps sem sjóðsfélagar í Sjóði 9 urðu fyrir þegar sjóðunum var slitið. 11.11.2009 22:14
Landsbankinn tapaði 19 milljörðum frá þjóðnýtingu til áramóta Nýi Landsbankinn tapaði nítján milljörðum króna frá því bankinn var tekinn yfir af ríkinu eftir hrun á síðasta ári til áramóta. Á þessum rúmu tveimur mánuðum hagnaðist Nýja Kaupþing hins vegar um fimm milljarða. Þetta kemur fram í nýrri vinnuskýrslu starfshóps Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu efnahagsmála á Íslandi sem birt var í síðustu viku. 11.11.2009 18:30
Century Aluminum Company hækkaði um 4,47% Hlutabréf í Century Aluminum Company, móðurfélagi Norðuráls, hækkuðu um 4,47% í Kauphöllinni í dag og hlutabréf í Marel hækkuðu um 0,46%. Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum lækkaði um 9,78% og Føroya Banki um 0,73%. Gengi krónunnar lækkaði um 0,05% 11.11.2009 17:53
Heildarvelta skuldabréfa 15,36 milljarðar Heildarvelta skuldabréfa í dag var 15,36 milljarðar. Þar af voru 5,08 milljarðar í íbúðabréfum en 10,28 milljarðar í óverðtryggðum ríkisbréfum. 11.11.2009 17:40
Stefna Glitnissjóðum vegna Sjóðs 9 Hópur hlutdeildarskírteinishafa í peningamarkaðssjóðnum Sjóður 9 sem starfræktur var á vegum Glitnis hyggst stefna sjóðnum. „Útgreiðsluhlutfallið úr Sjóði 9 var 85,12% miðað við síðasta skráða gengi sjóðsins þann 6. október í fyrra,“ segir Einar Hugi Bjarnason, lögmaður hjá Ergó lögmönnum, sem undirbýr málsóknina. 11.11.2009 17:13
Kaupþing ætlar að höfða mál vegna áfrýjunarnefndar neytendamála Nýi Kaupþing banki hefur sent Neytendasamtökunum svar við fyrirspurn samtakanna um það hvernig bankinn hyggst bregðast við úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála varðandi skilmála bankans um kjörvexti erlendra lána. 11.11.2009 16:25
Ný jarðvarmaveita á vegum Enex Kína og Sinopec Shaanxi Green Energy, félag í eigu Enex Kína og kínverska fyrirtækisins Sinopec Star hefur skrifað undir samkomulag við yfirvöld Xiong sýslu í Kína um uppbyggingu jarðvarmaveitu. 11.11.2009 15:28
Moody´s lækkaði líka matið á Íbúðalánasjóði Lánshæfismatsfyrirtækið Moody´s lækkaði í dag lánshæfismat Íbúðalánasjóðs í Baa3 úr Baa1. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á lánshæfismati íslenska ríkisins í Baa3 úr Baa1. 11.11.2009 15:23
Landsbankinn semur við tæknilega gjaldþrota Gift Skilanefnd Landsbankans hefur höfðað skuldamál á hendur Gift fjárfestingafélaginu sem var í eigu Samvinnutrygginga. Fyrirtaka fór fram í málinu í morgun en þar var málinu frestað fram í desember. Þar kom einnig fram að Landsbankinn og Gift eiga í samningaviðræðum varðandi skuldina. 11.11.2009 15:21
AGS: Hættuleg niðursveifla íbúðaverðs var stöðvuð Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir í nýjustu skýrslu sinni um íslensk efnahagsmál að komið hafi verið í veg fyrir flóð framboðs íbúðarhúsnæðis hér á landi með frystingu í fjárnámi í íbúðarhúnæði, skuldbreytingu íbúðalána og aukinni notkun markaskiptasamninga. Segir sjóðurinn að með þessu hafi verið komið í veg fyrir hættulega niðursveiflu íbúðaverðs. 11.11.2009 12:16
Neytendasamtökin fordæma Nýja Kaupþing opinberlega „Þar sem Neytendasamtökin eru nú orðin úrkula vonar um að þeim berist svar sjá þau sig knúin til að fordæma verklag bankans opinberlega." 11.11.2009 12:09
Skráð atvinnuleysi var 7,6% í október Skráð atvinnuleysi í október 2009 var 7,6% eða að meðaltali 12.682 manns og eykst atvinnuleysi um 4,4% að meðaltali frá september eða um 537 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1,9%, eða 3.106 manns. 11.11.2009 12:03
Sparisjóðirnir lækka vexti um allt að 1% Sparisjóðirnir á Íslandi hafa ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum frá og með deginum í dag. Lækkunin nemur allt að 1%, mismunandi eftir reikningum og lánum. 11.11.2009 11:58
Moody´s: Matið á Íslandi hækkar ekki um fyrirsjáanlega framtíð Í nýju áliti Moody´s sem fylgir með ákvörðun matsfyrirtækisins um að lækka lánshæfismatið á Íslandi um tvo flokka niður í Baa3 en með stöðugum horfum kemur fram að matið er háð töluverðri óvissu. Þar að auki valdi miklar skuldir hins opinbera því að takmarkað er hve matið getur hækkað um fyrirsjáanlega framtíð. 11.11.2009 11:14
Moody´s lækkar lánshæfismat Íslands Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfismat íslenska ríkisins um tvo flokka samkvæmt frétt Bloomberg. Lækkar einkunn ríkissjóðs úr Baa1 í Baa3. Horfur eru sagðar stöðugar. 11.11.2009 10:53
Nýr viðskiptavefur opnaður Þann 11. nóvember opnaði www.keldan.is, nýr upplýsinga- og viðskiptavefur fyrir íslenska fjármálamarkaðinn. Hlutverk Keldunnar er að veita yfirsýn á fjármálamarkaði, bjóða upp á skilvirka fjármálaþjónustu og vera til gagns og gamans. 11.11.2009 09:34
Erlendar eignir Seðlabankans jukust og skuldir minnkuðu Erlendar eignir Seðlabanka Íslands námu 506 milljörðum kr. í lok október samanborið við 489 milljarða kr. í lok september 2009. Erlendar skuldir Seðlabanka Íslands voru 260 milljarða kr. í lok október en voru 274 milljarðar kr. í lok sept. 2009. 11.11.2009 08:30
DeCode sækir sér lán á háum vöxtum DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, frestaði í gær birtingu uppgjörs fyrirtækisins fyrir þriðja fjórðung. Þetta er í annað skiptið á árinu sem deCode frestar uppgjöri. Frestur er gefinn til mánaðamóta, líkt og fram kemur í tilkynningu til bandaríska fjármálaeftirlitsins í gær. 11.11.2009 06:45