Viðskipti innlent

Hannes Smárason með milljarðs forgangskröfu í þrotabú Landsbankans

Hannes Smárason vill fá 1,2 milljarða úr þrotabúi Landsbankans. Ekki er vitað hvers eðlis krafan er.
Hannes Smárason vill fá 1,2 milljarða úr þrotabúi Landsbankans. Ekki er vitað hvers eðlis krafan er.

Athafnamaðurinn Hannes Smárason er með forgangskröfu upp á rúmlega 1,2 milljarða í þrotabú Landsbankans samkvæmt kröfuhafalista sem fréttastofa hefur undir höndum. Ekki hefur verið tekin afstaða til kröfunnar.

Krafan er athyglisverð í ljósi þess að ekki er langt síðan Landsbankinn tók yfir eignarhaldsfélagið Fjölnisveg 9 sem var í eigu Hannesar. Í því félagi eru meðal annars glæsiíbúð við Pont stræti í London sem verðlögð er á 1,5 milljarða og einbýlishús við Fjölnisveg 11.






Tengdar fréttir

Yfir 12 þúsund kröfur í þrotabú Landsbankans

Bretar og Hollendingar fyrir hönd 350 þúsund innistæðueigenda gera rúmlega tólf hundruð milljarða króna kröfu í þrotabú Landsbankans. Sex hundruð starfsmenn gamla bankans gera launakröfur upp á hátt í fimm milljarða.

Kröfulisti Landsbankans: Heildarkröfur rúmir 6.000 milljarðar

Lýstar kröfur í þrotabú Landsbankans nema 6.459 milljörðum króna. Af heildarkröfum nema samþykktar forgangskröfur 1.273 milljörðum. Heildarforgangskröfur nema 2.857 milljörðum, en ekki er enn búið að taka afstöðu til allra launakrafna.

Kröfulisti Landsbankans: Glitnir með 90 milljarða kröfu

Glitnir gerir kröfur upp á rúmlega 90 milljarða kr. í þrotabú Landsbankans. Þetta kemur fram í kröfulista Landsbankans. Raunar gera flestar lánastofnanir sem og opinberar stofnanir háar kröfur í þrotabúið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×