Viðskipti innlent

Ríkið jók eignir tryggingarfélaga um 13 milljarða milli mánaða

Heildareignir tryggingarfélaganna námu 136,2 milljarðar kr. í lok september og hækkuðu um 13,3 milljarða kr. milli mánaða. Hækkun stafar af framlagi ríkisins til Sjóvár til að forða því félagi frá þroti.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar er tekið fram að nýtt félag tók við ölllum vátryggingum Sjóvá-Almennra trygginga hf. í mánuðinum og starfar hið nýja félag undir merkjum Sjóvá.

Lagðir voru inn í hið nýja félag um 16 milljarðar kr. (af hálfu ríkisins) til að bæta eiginfjárstöðu félagsins, sem skýrir hækkun heildareigna milli mánaða.

Útlán og markaðsverðbréf námu 70,5 milljarða kr. og jukust um 15,2 miljarða kr. og eigið fé hækkaði um 33,1 milljarða kr. og nam 55,8 milljarða kr. í lok september.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×