Viðskipti innlent

Kröfulisti Landsbankans: Heildarkröfur rúmir 6.000 milljarðar

Lýstar kröfur í þrotabú Landsbankans nema 6.459 milljörðum króna. Af heildarkröfum nema samþykktar forgangskröfur 1.273 milljörðum. Heildarforgangskröfur nema 2.857 milljörðum, en ekki er enn búið að taka afstöðu til allra launakrafna.

Þetta kemur fram í kröfuskrá Landsbankans, sem fréttastofa hefur undir höndum. Búist er við að um 90% fáist upp í forgangskröfur, miðað við nýjasta mat skilanefndar bankans. Samkvæmt því mati mun ekkert fást upp í almennar kröfur.

Almennar kröfur í þrotabúið nema 3.600 milljörðum, sem er því glatað fé. Nánar verður sagt frá kröfuskránni á visir.is í dag og í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×