Viðskipti innlent

Forstjóri og stjórnarformaður Ingvars Helgasonar hættir

Úr sýningarsal bílaumboðsins.
Úr sýningarsal bílaumboðsins. Mynd/Heiða Helgadóttir
Forstjóri og stjórnarformaður bílaumboðsins Ingvars Helgasonar hafa látið af störfum. Ekki er vitað um ástæður þess en heimildir fréttastofu herma að málið tengist endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins.

Stjórnarformaðurinn Kristinn Geirsson hætti fyrir helgi og þá lét forstjórinn Haukur Guðjónsson af störfum í dag.

Ingvar Helgason hefur umboð fyrir Subaru, Nissan, Opel, Isuzu og Saab hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×