Fleiri fréttir

Hefur yfirheyrt yfir fimmtíu manns

Um 460 erindi hafa borist embætti sérstaks saksóknara og vel yfir fimmtíu manns hafa verið yfirheyrðir eða gefið skýrslu í tengslum við rannsóknir mála. Ekkert þeirra er enn komið á lokastig rannsóknar.

Ánægður með aðkomu AGS

Joseph Stiglitz nóbelsverðlaunarhafi og hagfræðiprófessor segir krónuna hafa hjálpað Íslandi mikið í kreppunni. Hann er að mörgu leyti ánægður með aðkomu Aþjóðagjaldeyrssjóðnum hér á landi og lítur á Ísland sem fórnarmlamb í kreppunni sem þurfi að hjálpa. Stiglitz var gestur í Sílfri Egils á Rúv.

Seðlabankinn verður að afnema gjaldeyrishöftin

Jón Daníelsson hagfræðiprófessor segir að Ísland sé eina landið í heiminum sem beitir hagstjórnarlegum mistökum frá fimmta áratugnum og á þar við gjaldeyrishöftin. Hann segir það besta sem stjórn Seðlabanka Íslands gæti gert þegar hún mætir til vinnu í fyrramálið sé að afnema höftin sem virka ekki að hans mati. Þetta kom fram í máli Jóns í Silfri Egils á Rúv fyrir stundu.

Skulda Straumi rúma 9 milljarða vegna landakaupa á Spáni

Fasteignafélag, í eigu Róberts Wessman og Björgólfs Thors Björgólfssonar, skuldar Straumi rúma 9 milljarða vegna landakaupa á La Manga á Spáni. Óvíst er hvort gengið verði að persónulegum veðum sem hlaupa á milljörðum íslenskra króna.

Sagði suma stunda viðskipti á gráum svæðum

Bjarni Ármannsson fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka sagði í ræðu á ráðstefnu Fjármáleftirlitsins í janúar árið 2005 að eftirlitið ætti frekar að taka harðar á ákveðnum einstaklingum en að gefa út almennar yfirlýsingar um æskilega hegðun á markaði. Hann sagði að þrátt fyrir að allir væru sammála um að fylgja ætti settum reglum væru sumir á gráum svæðum, í sumum tilfellum væri það gert af ásetningi.

Norskir fjárfestar hafa áhuga á að fjárfesta á Íslandi

Hópur norskra fjárfesta, undir forystu athafnamannsins Endre Rösjö, hefur lýst yfir áhuga að setja 20 milljarða íslenskra króna í langtímafjárfestingu í íslensku atvinnulífi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Fjárfestar hafa sýnt Securitas áhuga

Securitas er verðmætasta eign þrotabús Fons og nokkrir hafa sýnt áhuga á að kaupa það. Kröfu Landsbankans um veð í fyrirtækinu hefur verið hafnað. Á næstu dögum ræðst hvort farið verður í almenna sölu á fyrirtækinu.

Ágæt hækkun í kauphöllinni

Úrvalsvísitalan OMX16 hækkaði um 2,6% í dag og var það Össur sem leiddi hækkunina. Endaði vísitalan í tæpum 820 stigum.

Ferðamannafjöldinn sló met í ágústmánuði

Nýtt met var slegið í fjölda erlendra ferðamanna í nýliðnum ágústmánuði. Alls fóru 92 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð, átta þúsund fleiri en í ágústmánuði á síðasta ári sem þá var met.

Nettur áhugi fyrir Össur hf. á fyrsta degi

Þótt umfang viðskipta með hluti í Össur hf. hafi ekki verið mikið á fyrsta degi félagsins í kauphöllinni í Kaupmannahöfn var nettur áhugi fyrir félaginu til staðar. Þetta segir í nokkuð ítarlegri frétt á börsen.dk undir fyrirsögninni: „Pæn interesse for Össur på förstedagen“.

Íslenska Gámafélagið: 200 ný störf á næstu þremur árum

Íslenska Gámafélagið áætlar að hjá því muni skapast um 200 ný störf á næstu þremur árum. Er þetta um tvöföldum á núverandi starfsmannafjölda félagsins. Íslenska Gámafélagið heldur upp á 10 ára afmæli sitt um þessar mundir.

Síminn gerir rammasamning við Ríkiskaup

Ríkiskaup hafa gert rammasamning við Símann um talsíma-, farsíma- og Internetþjónustu auk gagnaflutnings. Samningurinn tók gildi 1. september og felur í sér kaup á þjónustu Símans fyrir ríkisfyrirtæki og sveitarfélög sem eru aðilar að samningnum.

Ágæt byrjun hjá Össur hf. Í Kaupmannahöfn

Össur hf. byrjaði ágætlega í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. Upphafsgengið var 5,20 danskar kr. á hlut en hafði hækkað up í 5,70 eftir tvo tíma eða um tæp 10%.

Landsframleiðslan dregst saman um 5,5%

Landsframleiðslan fyrstu sex mánuði ársins 2009 er talin hafa dregist saman um 5,5% að raungildi samanborið við fyrstu sex mánuði ársins 2008.

Ísland stefnir í greiðsluþrot

Erlendar skuldir Íslands eru að nálgast þolmörk þau sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setti í nóvember. Heildarskuldir íslenska þjóðarbúsins og gömlu bankanna umfram eignir eru nærri sexþúsund milljarðar króna - það er á við átta Icesavesamninga. Við stefnum í greiðsluþrot segir Gunnar Tómasson hagfræðingur og fyrrverandi starfsmaður AGS.

Viðskiptajöfnuður í mínus 46 milljörðum á 2. ársfjórðung

Viðskiptajöfnuður var óhagstæður um 46 milljarða kr. á öðrum ársfjórðungi sem er svipað og á fjórðungum á undan. Rúmlega 18 milljarða kr. afgangur var á vöruskiptum við útlönd og 7,2 milljarða kr. afgangur á þjónustuviðskiptum.

Nettóskuldir þjóðarbúsins nema tæpum 6.000 milljörðum

Erlendar eignir námu 8.389 milljörðum kr. í lok annars ársfjórðungs en skuldir 14.343 milljarða kr. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 5.954 milljarða kr. og jókst um 571 milljarða kr. frá síðasta fjórðungi.

Bakkavör hækkaði um 13,3%

Hlutir í Bakkavör hækkuðu um 13,3% í kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan OMX16 hækkaði um 0,6% og stendur í tæpum 799 stigum.

Umtalsverð vanhöld á framtöldum vaxtatekjum

Umtalsverð vanhöld voru á framtöldum innistæðum og vaxtatekjum heimilanna árið 2007. Það ár voru vaxtatekjurnar sagðar 45 milljarðar kr. en ári seinna, eða í fyrra, námu þær 109 milljörðum kr.

Kaupþing og ríkið ná samkomulagi um möguleg kaup á bankanum

Skilanefnd Kaupþings sem starfar fyrir kröfuhafa bankans náði samkomulagi við ríkið í gærkvöld um möguleg kaup á bankanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun skilanefndin eiga rétt á að kaupa 87% hlut í bankanum fram til 1. nóvember.

Fitch: Ríkisfjármál Íslands þau veikustu af metnum þjóðum

Fitch Ratings segir í nýju mati sínu á Íslandi að ríkisfjármálin séu mest veikburða af þeim þjóðum sem Fitch metur. Hinsvegar megi benda á að tekjur Íslendinga séu háar og skattagrunnurinn sterkur miðað við aðrar þjóðir sem hafa sama lánshæfismat eins og Ungverjaland og Indland.

Farþegum til landsins fækkar um 150.000 í ár

Samtals komu 526 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll á tímabilinu frá janúar til ágúst í ár. Er þetta fækkun um tæplega 150.000 farþega því fjöldinn nam 673 þúsundum á sama tímabili í fyrra.

Straumur: Verulega búið að taka til hjá West Ham

Georg Andersen forstöðumaður samskiptasviðs Straums segir að verulega sé búið að taka til í fjármálum enska úrvalsdeildarliðsins West Ham. CB Holding tók yfir eignarhaldið á West Ham um mitt þetta ár en félagið er 70% í eigu Straums og 30% í eigu Landsbankans, Byr og fleiri.

Skráning Össur hf. í Kaupmannahöfn var samþykkt

Umsókn Össurar hf. um skráningu hlutabréfa félagsins í kauphöllina í Kaupmannahöfn hefur verið samþykkt. Hlutabréf Össurar verða opinberlega skráð og tekin til viðskipta 4. september 2009. Hlutabréf Össurar munu áfram vera skráð í kauphöllina á Íslandi.

Gistinætur í júlí svipaðar og í fyrra

Gistinætur á hótelum í júlí síðastliðnum voru 203.400 en voru 202.200 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða og á Suðurlandi.

Vöruskiptin hagstæð um 12.6 milljarða í ágúst

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir ágúst 2009 nam útflutningur 44,1 milljarði króna og innflutningur 31,5 milljörðum króna. Vöruskiptin í ágúst voru því hagstæð um 12,6 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Hærri skattur á álfyrirtæki

Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, vill að rætt verði við álfyrirtækin og fleiri stórfyrirtæki um að þau komi að lausn á fjárhagsvanda þjóðarinnar. Hann nefnir sérstaklega hækkun á tekjuskatti þessara fyrirtækja. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Ríkið setur sér eigendastefnu

Ríkið hefur sett sér eigendastefnu í fjármálafyrirtækjum og er henni ætlað að skýra fyrirætlanir ríkisins sem eiganda að fjármálafyrirtækjum. Fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að þetta er í fyrsta skipti sem skýr og skrifleg eigandastefnu er sett fram af hálfu ríkisins. Ætlunin er að eigandastefna ríkisins í fjármálafyrirtækjum geti orðið fyrirmynd að almennri eigandastefnu ríkisins sem unnin verði á næstu misserum og nái til allra félaga og fyrirtækja sem ríkið á hluti í.

50 sagt upp í þremur hópuppsögnum

Vinnumálastofnun bárust 3 hópuppsagnir í ágústmánuði þar sem sagt var upp samtals 50 manns. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að um sé að ræða fyrirtæki í byggingariðnaði eða skyldri starfsemi og er ástæðan fyrirsjáanlegur verkefnaskortur og að verkefnum er að ljúka á næstu vikum.

Rólegur dagur í Kauphöllinni

Dagurinn var fremur rólegur í kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan OMX15 hækkaði um 0,9%. Ekkert félag hækkaði í Kauphöllinni í dag. Nýherji lækkaði mest allra félaga eða um rúm 47%. Þá lækkaði Atlantic Petroleum um 6,2% og Össur um 2%.

Ný stjórn tekin við Teymi

Nýir eigendur Teymis hf. tóku við stjórnartaumum í félaginu á aðalfundi í dag, þar sem ný stjórn var kjörin. Landsbankinn er langstærsti hluthafinn í félaginu með um 62 prósenta hlut. Með stjórnarskiptunum lauk formlega fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins, sem staðið hefur stærstan hluta ársins. Nýr stjórnarformaður Teymis er Þórður Ólafur Þórðarson en aðrir stjórnarmenn eru Einar Páll Tamimi, Gísli Valur Guðjónsson, Lúðvík Örn Steinarsson og Steinþór Baldursson. Í tilkynningu frá nýrri stjórn er því fagnað að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins sé nú endanlega lokið. Með henni hafi tekist að að koma félaginu fyrir vind í því mikla efnahagsóveðri sem geisað hefur undanfarið ár og eyða óvissunni um framtíð félagsins.

Iceland Express aftur til Stansted

Iceland Express ætlar að hefja flug til Stansted flugvallar í London á ný frá og með 2. nóvember næstkomandi. Flogið verður tvisvar í viku, á föstudögum og mánudögum. Áfram verður flogið daglega til Gatwick-flugvallar.

Havila Shipping gerir tilboð í íslensk skuldabréf

Norska skipafélagið Havila Shipping hefur gert tilboð í íslensk skuldabréf sem gefin voru út árið 2005 og eiga að koma til borgunnar á næsta ári. Skuldabréfaflokkur þessi er skráður í kauphöllinni undir heitinu HAV 05 1 Iceland. Upphæð hans nemur 250 milljónum norskra kr. eða ríflega 5 milljörðum kr.

Úrslitatilraun til að flæma Portland Aalborg af markaðinum

Kjarni málsins er þessi: Tilgangur alls þessa dæmalausa málatilbúnaðar er úrslitatilraun til þess að flæma Aalborg Portland frá íslenskum markaði. Öllu skal til tjaldað og í engu sparað þrátt fyrir bágborinn efnahag Sementsverksmiðjunnar, skuldasöfnun og kostnað sem af hlýst. Skiptir þá engu þó að framleiðslukostnaður sé hærri en söluverð.

OECD: Frysta eða lækka laun opinberra starfsmanna

Meðal þeirra atriði sem OECD ræðir um í nýrri skýrslu sinni um Ísland er að hin mikla raunhækkun launa meðal opinbera starfsmanna á undan förnum árum þurfi nú að ganga til baka. OECD mælir með því að launin verði fryst eða lækkuð sem liður í niðurskurðaráformum ríkisstjórnarinnar.

Atvinnulausum fer fjölgandi á nýjan leik

Atvinnulausum fjölgaði í ágúst og er það í fyrsta sinn sem þeim fjölgar frá því í mars síðastliðnum samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Atvinnulausir skráðir á vinnumiðlunum í ágústbyrjun voru 15.217 en núna ríflega mánuði síðar eru þeir 15.480 og hefur því fjölgað um 263 á tímabilinu.

Frumtak kaupir hlut í Andersen & Lauth

Frumtak hefur lokið fjórðu fjárfestingu sinni og fest kaup á hlut í Andersen & Lauth ehf. Andersen & Lauth er íslenskt fyrirtæki sem hannar,framleiðir og selur hátískufatnað á alþjóðamarkaði.

Sjá næstu 50 fréttir