Viðskipti innlent

Ferðamannafjöldinn sló met í ágústmánuði

Nýtt met var slegið í fjölda erlendra ferðamanna í nýliðnum ágústmánuði. Alls fóru 92 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð, átta þúsund fleiri en í ágústmánuði á síðasta ári sem þá var met.

 

Í tilkynningu frá Ferðamálastofu segir að erlendum gestum fjölgar því um 9,6% milli ára. Brottförum Íslendinga fækkaði hins vegar um tæp 40%, voru um 24 þúsund í ágúst í ár en um 39 þúsund á árinu 2008.

Ef litið er til helstu markaðssvæða má sjá fjölgun frá Mið- og Suður Evrópu, Norðurlöndunum og N-Ameríku. Af einstökum löndum fjölgaði Kínverjum, Finnum, Spánverjum, Ítölum og Þjóðverjum hlutfallslega mest. Pólverjum fækkaði hins vegar umtalsvert eða um 36%, Bretum um 17% og gestum frá fjarmörkuðum um 10%.

Frá áramótum hafa farið 350 þúsund erlendir gestir frá landinu, eða um eitt prósent fleiri en á sama tímabili árinu áður. Brottförum Íslendinga frá áramótum hefur fækkaði milli ára um tæp 45 prósent eða 139 þúsund.

Talningin er unnin á vegum Ferðamálastofu og nær yfir allar brottfarir um Leifsstöð, þ.m.t. brottfarir erlends vinnuafls.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×