Gylfi býst við lausn á vanda heimilanna fyrir lok mánaðarins Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. september 2009 16:13 Gylfi Magnússon ætlar að klára tillögurnar fyrir lok mánaðarins. Mynd/ Anton. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra vonast til að vera með fullmótaðar tillögur til lausna á skuldavanda heimilanna þegar þing kemur saman um næstu mánaðamót. „Ég er svona hóflega bjartsýnn á að það takist. Þetta gæti jafnvel komið fyrir mánaðamótin," segir Gylfi. Hann bendir þó á að ekkert sé fast í hendi ennþá. Tillögurnar hafi fyrst og fremst verið unnar á forræði þriggja ráðuneyta, það er viðskiptaráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis. Gylfi segist að talsverðu leyti geta tekið undir svokallaða LÍN hugmynd Þórólfs Matthíassonar um að tengja greiðslur af lánum við laun. Óvíst sé þó hvort það verði sú leið sem verði ofan á. „Það er auðvitað þannig að skuldavandi heimilanna er kannski fyrst og fremst kominn fram vegna þess að raunlaun hafa lækkað verulega en lánin staðið í stað og jafnvel hækkað. Eðlileg viðbrögð við því gætu verið að lækka greiðslubyrði, allavega til skamms tíma. Síðan þegar tekjur vaxa almennt í þjóðfélaginu að þá muni afborganir vaxa aftur. Það er að segja þegar við erum komin í gegnum skaflinn og búin að ná vopnum okkar aftur og fólk væntanlega fyrr eða síðar komið með meiri tekjur en það hafði fyrir hrun," segir Gylfi. Þessa grunnhugsun geti hann tekið undir. Hann óttast hins vegar að með það að tengja greiðslur við tekjur hvers einstaklings gæti verið vinnuletjandi og hvatt til svartrar vinnustarfsemi. Svarið gæti verið það að tengja endurgreiðslur við almenna launaþróun í landinu en ekki laun hvers og eins einstaklings, líkt og gert er núna með greiðslujöfnunarúrræðum. Þá greiði fólk ekki samkvæmt upphaflegum lánsskilmálum heldur verði greiðslur lækkaðar talsvert og síðan tengdar svokallaðri greiðslujöfnunarvísitölu. Slíkar greiðslur fari fyrst og fremst eftir þróun raunlauna en jafnframt atvinnustigi. „Þannig að þá fara greiðslurnar eftir því hversu vel árar á vinnumarkaði. Á meðan það er samdráttur þar þá haldast þær lágar og þegar betur árar þá fara þær hækkandi," segir Gylfi. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra vonast til að vera með fullmótaðar tillögur til lausna á skuldavanda heimilanna þegar þing kemur saman um næstu mánaðamót. „Ég er svona hóflega bjartsýnn á að það takist. Þetta gæti jafnvel komið fyrir mánaðamótin," segir Gylfi. Hann bendir þó á að ekkert sé fast í hendi ennþá. Tillögurnar hafi fyrst og fremst verið unnar á forræði þriggja ráðuneyta, það er viðskiptaráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis. Gylfi segist að talsverðu leyti geta tekið undir svokallaða LÍN hugmynd Þórólfs Matthíassonar um að tengja greiðslur af lánum við laun. Óvíst sé þó hvort það verði sú leið sem verði ofan á. „Það er auðvitað þannig að skuldavandi heimilanna er kannski fyrst og fremst kominn fram vegna þess að raunlaun hafa lækkað verulega en lánin staðið í stað og jafnvel hækkað. Eðlileg viðbrögð við því gætu verið að lækka greiðslubyrði, allavega til skamms tíma. Síðan þegar tekjur vaxa almennt í þjóðfélaginu að þá muni afborganir vaxa aftur. Það er að segja þegar við erum komin í gegnum skaflinn og búin að ná vopnum okkar aftur og fólk væntanlega fyrr eða síðar komið með meiri tekjur en það hafði fyrir hrun," segir Gylfi. Þessa grunnhugsun geti hann tekið undir. Hann óttast hins vegar að með það að tengja greiðslur við tekjur hvers einstaklings gæti verið vinnuletjandi og hvatt til svartrar vinnustarfsemi. Svarið gæti verið það að tengja endurgreiðslur við almenna launaþróun í landinu en ekki laun hvers og eins einstaklings, líkt og gert er núna með greiðslujöfnunarúrræðum. Þá greiði fólk ekki samkvæmt upphaflegum lánsskilmálum heldur verði greiðslur lækkaðar talsvert og síðan tengdar svokallaðri greiðslujöfnunarvísitölu. Slíkar greiðslur fari fyrst og fremst eftir þróun raunlauna en jafnframt atvinnustigi. „Þannig að þá fara greiðslurnar eftir því hversu vel árar á vinnumarkaði. Á meðan það er samdráttur þar þá haldast þær lágar og þegar betur árar þá fara þær hækkandi," segir Gylfi.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira