Viðskipti innlent

Síminn gerir rammasamning við Ríkiskaup

Ríkiskaup hafa gert rammasamning við Símann um talsíma-, farsíma- og Internetþjónustu auk gagnaflutnings. Samningurinn tók gildi 1. september og felur í sér kaup á þjónustu Símans fyrir ríkisfyrirtæki og sveitarfélög sem eru aðilar að samningnum.

„Síminn er stoltur af því langa samastarfi sem hann hefur átt við ríkisfyrirtæki og er ávinningurinn af rammsamningi Ríkiskaupa fagnaðarefni því hann hefur bæði skilað bættum kjörum og bættri þjónustu," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans í tilkynningu um málið.

Samningurinn felur í sér nokkrar spennandi nýjungar. Til að mynda hafa aðilar samningsins nú þegar verðið uppfærðir í nýju samningskjörin hvað varðar talsíma og farsímahlutann, restin verður uppfærð í september.

Auk þess leggur Síminn áherslu á aukna kostnaðarvitund meðal ríkisfyrirtækja því einungis með samstilltu átaki er hægt að ná hámarks árangri þegar kemur að aðhaldi í fjarskiptakostnaði. Starfsmenn ríkisins munu verða varir við ýmsar viðbætur í þjónustu sem auka þessa vitund.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×