Viðskipti innlent

Íslenska Gámafélagið: 200 ný störf á næstu þremur árum

Íslenska Gámafélagið áætlar að hjá því muni skapast um 200 ný störf á næstu þremur árum. Er þetta um tvöföldum á núverandi starfsmannafjölda félagsins. Íslenska Gámafélagið heldur upp á 10 ára afmæli sitt um þessar mundir.

 

Í tilkynningu segir að á dögunum skrifaði Íslenska Gámafélagið undir samstarfssamning við Líforku ehf um kaup á allri framleiðslu fyrirtækisins á lífdísel allt næsta ár. Í tilefni af 10 ára afmæli Íslenska Gámafélagsins er það við hæfi að 10 bifreiðar af bílaflota fyrirtækisins eru knúnar lífdísel.

 

Með notkun á lífdísel leysist ekki aðeins vandamál sem fylgir því að urða steikingarfitu einnig er hægt að nýta slor og dýrafitu við framleiðslu á lífdísel. Með því móti nýtist hráefnið mun betur, minna fer í urðun og umhverfisspjöll verða minni en ella.

 

Notkun á lífdísel og framleiðsla þess ásamt breytingar á bensínbifreiðum í tvíorkubíla og þriggja tunnu kerfið gera það að verkum að framtíðin í græna geiranum er björt og er áætlað að hjá Íslenska Gámafélaginu einu munu skapast 200 ný störf til viðbótar á næstu 3 árum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×