Ný stjórn tekin við Teymi 2. september 2009 16:09 Nýir eigendur Teymis hf. tóku við stjórnartaumum í félaginu á aðalfundi í dag, þar sem ný stjórn var kjörin. Landsbankinn er langstærsti hluthafinn í félaginu með um 62 prósenta hlut. Með stjórnarskiptunum lauk formlega fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins, sem staðið hefur stærstan hluta ársins. Nýr stjórnarformaður Teymis er Þórður Ólafur Þórðarson en aðrir stjórnarmenn eru Einar Páll Tamimi, Gísli Valur Guðjónsson, Lúðvík Örn Steinarsson og Steinþór Baldursson. Í tilkynningu frá nýrri stjórn er því fagnað að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins sé nú endanlega lokið. Með henni hafi tekist að að koma félaginu fyrir vind í því mikla efnahagsóveðri sem geisað hefur undanfarið ár og eyða óvissunni um framtíð félagsins. Skuldastaðan versnaði til muna „Hrunið sem varð í íslensku efnahagsumhverfi á sl. ári olli því að skuldastaða fyrirtækisins versnaði til muna líkt og hjá mörgum öðrum innlendum félögum," segir ennfremur. „Þessar breyttu aðstæður urðu til þess, að stjórnendur Teymis höfðu frumkvæði að nánu samstarfi við kröfuhafa félagsins í þeim tilgangi að finna lausn á vanda þess. Lauk þeirri samvinnu með því, að samkomulag náðist við fyrri eigendur um að eignarhlutur þeirra yrði afskrifaður að fullu, kröfuhafar breyttu hluta krafna sinna í hlutafé og eignuðust félagið að fullu. Það er samdóma álit félagsins og kröfuhafa, að með þessu hafi náðst að tryggja hagsmuni lánadrottna Teymis og þeirra þúsund starfsmanna sem vinna hjá dótturfélögum Teymis. Sú aðferðafræði sem viðhöfð var í þessu ferli og sú samvinna sem tókst með félaginu og kröfuhöfum félagsins, er í senn ábyrg og skynsöm. Það er ánægjuefni að önnur fyrirtæki hafi nú valið að fylgja fordæmi Teymis hvað þetta snertir." Hæfileg skuldsetning dótturfélaga Þá segir að með breyttu eignarhaldi hafi rekstrarumhverfi dótturfélaga Teymis breyst verulega til hins betra, „því enda þótt rekstur þeirra hafi gengið vel var erfið skuldastaða móðurfélagsins þeim fjötur um fót. Dótturfélögin búa nú við hæfilega skuldsetningu og horfurnar í rekstri þeirra eru bjartar þegar horft er til þess erfiða árferðis sem íslensk fyrirtæki búa við. Rík áhersla hefur verið lögð á raunhæfar rekstaráætlanir og útlit er fyrir góðan árangur af rekstrinum á árinu. Afkoma fyrstu sjö mánaða þessa árs staðfestir, að Teymi er öflugt félag og undirliggjandi rekstur þess er góður." Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Nýir eigendur Teymis hf. tóku við stjórnartaumum í félaginu á aðalfundi í dag, þar sem ný stjórn var kjörin. Landsbankinn er langstærsti hluthafinn í félaginu með um 62 prósenta hlut. Með stjórnarskiptunum lauk formlega fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins, sem staðið hefur stærstan hluta ársins. Nýr stjórnarformaður Teymis er Þórður Ólafur Þórðarson en aðrir stjórnarmenn eru Einar Páll Tamimi, Gísli Valur Guðjónsson, Lúðvík Örn Steinarsson og Steinþór Baldursson. Í tilkynningu frá nýrri stjórn er því fagnað að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins sé nú endanlega lokið. Með henni hafi tekist að að koma félaginu fyrir vind í því mikla efnahagsóveðri sem geisað hefur undanfarið ár og eyða óvissunni um framtíð félagsins. Skuldastaðan versnaði til muna „Hrunið sem varð í íslensku efnahagsumhverfi á sl. ári olli því að skuldastaða fyrirtækisins versnaði til muna líkt og hjá mörgum öðrum innlendum félögum," segir ennfremur. „Þessar breyttu aðstæður urðu til þess, að stjórnendur Teymis höfðu frumkvæði að nánu samstarfi við kröfuhafa félagsins í þeim tilgangi að finna lausn á vanda þess. Lauk þeirri samvinnu með því, að samkomulag náðist við fyrri eigendur um að eignarhlutur þeirra yrði afskrifaður að fullu, kröfuhafar breyttu hluta krafna sinna í hlutafé og eignuðust félagið að fullu. Það er samdóma álit félagsins og kröfuhafa, að með þessu hafi náðst að tryggja hagsmuni lánadrottna Teymis og þeirra þúsund starfsmanna sem vinna hjá dótturfélögum Teymis. Sú aðferðafræði sem viðhöfð var í þessu ferli og sú samvinna sem tókst með félaginu og kröfuhöfum félagsins, er í senn ábyrg og skynsöm. Það er ánægjuefni að önnur fyrirtæki hafi nú valið að fylgja fordæmi Teymis hvað þetta snertir." Hæfileg skuldsetning dótturfélaga Þá segir að með breyttu eignarhaldi hafi rekstrarumhverfi dótturfélaga Teymis breyst verulega til hins betra, „því enda þótt rekstur þeirra hafi gengið vel var erfið skuldastaða móðurfélagsins þeim fjötur um fót. Dótturfélögin búa nú við hæfilega skuldsetningu og horfurnar í rekstri þeirra eru bjartar þegar horft er til þess erfiða árferðis sem íslensk fyrirtæki búa við. Rík áhersla hefur verið lögð á raunhæfar rekstaráætlanir og útlit er fyrir góðan árangur af rekstrinum á árinu. Afkoma fyrstu sjö mánaða þessa árs staðfestir, að Teymi er öflugt félag og undirliggjandi rekstur þess er góður."
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira