Viðskipti innlent

Ágæt byrjun hjá Össur hf. Í Kaupmannahöfn

Össur hf. byrjaði ágætlega í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. Upphafsgengið var 5,20 danskar kr. á hlut en hafði hækkað up í 5,70 eftir tvo tíma eða um tæp 10%.

Í frétt um málið á business.dk segir að eftirspurnin hafi farið vaxandi eftir hlutum í Össurri eftir því sem liðið hafi á morguninn.

Sem kunnugt var voru 423 milljónir hluta í Össurri settir á markaðinn við upphaf viðskiptanna í morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×