Viðskipti innlent

Iceland Express aftur til Stansted

Iceland Express ætlar að hefja flug til Stansted flugvallar í London á ný frá og með 2. nóvember næstkomandi. Flogið verður tvisvar í viku, á föstudögum og mánudögum. Áfram verður flogið daglega til Gatwick-flugvallar.

„Ástæðan er einfaldlega sú, að við höfum orðið vör við mikinn áhuga hjá viðskiptavinum okkar að halda áfram að fljúga til Stansted," segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express í tilkynningu um málið. „Við fluttum okkur yfir á Gatwick í maí og verðum þar áfram, svo Stansted er hrein viðbót í áætlunarkerfið okkar."

Eins og Gatwick-flugvöllur, býður Stansted, sem er þriðji stærsti flugvöllur á Bretlandi, upp á margvíslega möguleika á tengiflugi. Flugvöllurinn er í 48 kílómetra fjarlægð frá miðborg London.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×