Viðskipti innlent

Ágæt hækkun í kauphöllinni

Úrvalsvísitalan OMX16 hækkaði um 2,6% í dag og var það Össur sem leiddi hækkunina. Endaði vísitalan í tæpum 820 stigum.

 

Össur hækkaði um 6,2% og gætir þar ugglaust áhrifa af velheppnuðum fyrsta degi í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Þá hækkaði Marel um 2,6% en Föroya Banki lækkaði um 0,7%.

 

Skuldabréfaveltan nam 16,2 milljörðum kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×