Viðskipti innlent

Viðskiptajöfnuður í mínus 46 milljörðum á 2. ársfjórðung

Viðskiptajöfnuður var óhagstæður um 46 milljarða kr. á öðrum ársfjórðungi sem er svipað og á fjórðungum á undan. Rúmlega 18 milljarða kr. afgangur var á vöruskiptum við útlönd og 7,2 milljarða kr. afgangur á þjónustuviðskiptum.

 

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að jöfnuður þáttatekna var neikvæður um 69,4 milljarða kr. Þáttatekjur voru neikvæðar um 69,4 milljarða kr. Halla á þáttatekjum á öðrum ársfjórðungi má að langmestu leyti rekja til gömlu bankanna, en um er að ræða reiknaða áfallna vexti sem mynda ekki raunverulegt greiðsluflæði frá landinu.

 

Reiknuð gjöld gömlu bankanna námu 63,5 milljörðum kr. og tekjur 27,8 milljarðar kr. og eru því neikvæð áhrif á þáttatekjujöfnuð vegna þeirra um 35,7 milljarða kr. Þáttatekjujöfnuður án áhrifa gömlu bankanna var því neikvæður um 35,9 milljarða kr. og viðskiptajöfnuður neikvæður um 10,3 milljarða kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×