Viðskipti innlent

50 sagt upp í þremur hópuppsögnum

MYND/GVA

Vinnumálastofnun bárust 3 hópuppsagnir í ágústmánuði þar sem sagt var upp samtals 50 manns. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að um sé að ræða fyrirtæki í byggingariðnaði eða skyldri starfsemi og er ástæðan fyrirsjáanlegur verkefnaskortur og að verkefnum er að ljúka á næstu vikum.

Þá segir að uppsagnirnar komi flestar til framkvæmda í byrjun október, en nokkrar í byrjun nóvember og desember. Samtals hefur um 1370 manns verið sagt upp með hópuppsögnum það sem af er árinu 2009, að stærstum hluta, eða 42 prósentum í mannvirkjagerð og 23 prósentum í fjármálastarfsemi.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×