Viðskipti innlent

Hærri skattur á álfyrirtæki

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, er varaformaður fjárlaganefndar.
Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, er varaformaður fjárlaganefndar.
Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, vill að rætt verði við álfyrirtækin og fleiri stórfyrirtæki um að þau komi að lausn á fjárhagsvanda þjóðarinnar. Hann nefnir sérstaklega hækkun á tekjuskatti þessara fyrirtækja. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Björn Valur segir að við undirbúning að gerð fjárlaga hafi verið ræddur sá möguleiki að teknar verði upp viðræður við stóru alþjóðlegu fyrirtækin sem eru með starfsemi hér á landi enda hafi þau almennt samið um umtalsverðar skattaívilnanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×