Viðskipti innlent

Norskir fjárfestar hafa áhuga á að fjárfesta á Íslandi

Svein Harald Oygard
Svein Harald Oygard

Hópur norskra fjárfesta, undir forystu athafnamannsins Endre Rösjö, hefur lýst yfir áhuga að setja 20 milljarða íslenskra króna í langtímafjárfestingu í íslensku atvinnulífi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Það var Svein Harald Oygard, fyrrverandi Seðlabankastjóri, sem leiddi hópinn saman. Hópurinn hefur meðal annars fundað með fulltrúum lífeyrissjóðanna með það fyrir augum að stofna sérstakan fjárfestingarsjóð sem yrði samvinnuverkefni lífeyrissjóða og Norðmannanna.

Hugmyndin er að lífeyrissjóðirnir setji 20 milljarða króna á móti framlagi norsku fjárfestanna. Þá kemur einnig fram í Morgunblaðinu að Rösjö hafi einnig í huga að leggja MP banka til 50 til 60 milljónir norskra króna í formi nýs hlutafjár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×