Viðskipti innlent

Umtalsverð vanhöld á framtöldum vaxtatekjum

 

 

Umtalsverð vanhöld voru á framtöldum innistæðum og vaxtatekjum heimilanna árið 2007. Það ár voru vaxtatekjurnar sagðar 45 milljarðar kr. en ári seinna, eða í fyrra, námu þær 109 milljörðum kr.

 

Þetta kemur fram í nýjasta vefriti fjármálaráðuneytisins. Hvað bankainnistæður varðar þá voru þær taldar fram sem 265 milljarðar kr. í árslok 2007 en 635 milljarðar kr. í árslok í fyrra.

 

Í vefritinu segir að þetta eigi sér nokkrar skýringar en sú helsta sé að nú var í fyrsta sinn lögð sú skylda á fjármálastofnanir að veita skattyfirvöldum upplýsingar um innistæður og vaxtatekjur.

 

Tekið er fram að Seðlabankinn taldi að innistæðurnar heimilanna í árslok 2007 hefðu átt að vera 508 milljarðar kr. í framtölunum. Þær hafa því verið vantaldar um tæpa 250 milljarða kr.

 

Miðað við þetta má ætla að vaxtatekjur heimilanna hafi numið 67 milljörðum kr. árið 2007 eða 50% hærri en talið var fram það ár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×