Sagði suma stunda viðskipti á gráum svæðum 5. september 2009 15:07 Bjarni Ármannsson MYND/ARNÞÓR BIRKISSON Bjarni Ármannsson fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka sagði í ræðu á ráðstefnu Fjármáleftirlitsins í janúar árið 2005 að eftirlitið ætti frekar að taka harðar á ákveðnum einstaklingum en að gefa út almennar yfirlýsingar um æskilega hegðun á markaði. Hann sagði að þrátt fyrir að allir væru sammála um að fylgja ætti settum reglum væru sumir á gráum svæðum, í sumum tilfellum væri það gert af ásetningi. Aðalræðumaður ráðstefnunnar var Sir Howard Davies, fyrrverandi forstjóri breska fjármálaeftirlitsins. Meðal annarra ræðumanna voru Halldór J. Kristjánsson, Sigurður Einarsson og Valgerður Sverrisdóttir. Bjarni sagði að þetta gæti orðið langtíma vandamál hér á landi ef ekki yrði tekið á því á réttan hátt. Hann sagði þessa hegðun geta orðið íslenskum fjármálamarkaði mjög skaðleg til lengri tíma litið. Bjarni sagði einnig í ræðu sinni að einn af kostum íslenska fjármálamarkaðarins væri hversu einfaldar boðleiðir væru á milli eftirlitsins og einstakra fyrirtækja. „Þeir sem stunda viðskipti á íslenskum fjármálamarkaði virðast vera áhættusæknari en almennt gerist annarsstaðar í heiminum. Hluti af þeirri skýringu er sú að ný kynslóð hefur auðgast og fest sig í sessi í atvinnulífinu. Á margan hátt má einnig finna skýringu á þessari stefnumörkun í arfleifð og efnahaglegum rótum þjóðarinnar," sagði Bjarni. Þá sagði hann að tengslin milli Fjármálaeftirlitsins og banka og fjármálastofnanna væru viðkvæm, og yrðu að byggjast á gagnkvæmu trausti. „Það er því mikilvægt að varúðar sé gætt þegar lög sem gætu stefnt þessum tengslum í hættu eru sett. Ennfremur, verða allir þeir sem stunda viðskipti á fjármálamarkaðnum að taka ábyrgð á gjörðum sínum, annars er hætta á því að lagaramminn á Íslandi verði þrengri en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur." Hann sagði mikilvægt að hér á landi yrði skapaður trúverðugur rammi í kringum fjármálamarkaðinn „Þetta þarf ekkert endilega að gera með lögum og reglum, sem gætu þá virkað sem hlekkir á markaðinn og komið í veg fyrir að hann verði samkeppnishæfari, heldur er þetta frekar spurning um viðhorf og aga sem verður á ríkja á markaðnum." Tengdar fréttir Líkti Fjármáleftirlitinu við engla Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, líkti Fjármálaeftirlitinu við engla í ávarpi sem hún flutti á ráðstefnu eftirlitsins í janúar árið 2005. Á sömu ráðstefnu sagði Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings, eftirlitsaðila með fjármálastarfsemi hér á landi vera jafn kraftmikla og eftirlitsstofnanir í Lúxemborg. 4. september 2009 20:32 Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Sjá meira
Bjarni Ármannsson fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka sagði í ræðu á ráðstefnu Fjármáleftirlitsins í janúar árið 2005 að eftirlitið ætti frekar að taka harðar á ákveðnum einstaklingum en að gefa út almennar yfirlýsingar um æskilega hegðun á markaði. Hann sagði að þrátt fyrir að allir væru sammála um að fylgja ætti settum reglum væru sumir á gráum svæðum, í sumum tilfellum væri það gert af ásetningi. Aðalræðumaður ráðstefnunnar var Sir Howard Davies, fyrrverandi forstjóri breska fjármálaeftirlitsins. Meðal annarra ræðumanna voru Halldór J. Kristjánsson, Sigurður Einarsson og Valgerður Sverrisdóttir. Bjarni sagði að þetta gæti orðið langtíma vandamál hér á landi ef ekki yrði tekið á því á réttan hátt. Hann sagði þessa hegðun geta orðið íslenskum fjármálamarkaði mjög skaðleg til lengri tíma litið. Bjarni sagði einnig í ræðu sinni að einn af kostum íslenska fjármálamarkaðarins væri hversu einfaldar boðleiðir væru á milli eftirlitsins og einstakra fyrirtækja. „Þeir sem stunda viðskipti á íslenskum fjármálamarkaði virðast vera áhættusæknari en almennt gerist annarsstaðar í heiminum. Hluti af þeirri skýringu er sú að ný kynslóð hefur auðgast og fest sig í sessi í atvinnulífinu. Á margan hátt má einnig finna skýringu á þessari stefnumörkun í arfleifð og efnahaglegum rótum þjóðarinnar," sagði Bjarni. Þá sagði hann að tengslin milli Fjármálaeftirlitsins og banka og fjármálastofnanna væru viðkvæm, og yrðu að byggjast á gagnkvæmu trausti. „Það er því mikilvægt að varúðar sé gætt þegar lög sem gætu stefnt þessum tengslum í hættu eru sett. Ennfremur, verða allir þeir sem stunda viðskipti á fjármálamarkaðnum að taka ábyrgð á gjörðum sínum, annars er hætta á því að lagaramminn á Íslandi verði þrengri en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur." Hann sagði mikilvægt að hér á landi yrði skapaður trúverðugur rammi í kringum fjármálamarkaðinn „Þetta þarf ekkert endilega að gera með lögum og reglum, sem gætu þá virkað sem hlekkir á markaðinn og komið í veg fyrir að hann verði samkeppnishæfari, heldur er þetta frekar spurning um viðhorf og aga sem verður á ríkja á markaðnum."
Tengdar fréttir Líkti Fjármáleftirlitinu við engla Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, líkti Fjármálaeftirlitinu við engla í ávarpi sem hún flutti á ráðstefnu eftirlitsins í janúar árið 2005. Á sömu ráðstefnu sagði Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings, eftirlitsaðila með fjármálastarfsemi hér á landi vera jafn kraftmikla og eftirlitsstofnanir í Lúxemborg. 4. september 2009 20:32 Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Sjá meira
Líkti Fjármáleftirlitinu við engla Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, líkti Fjármálaeftirlitinu við engla í ávarpi sem hún flutti á ráðstefnu eftirlitsins í janúar árið 2005. Á sömu ráðstefnu sagði Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings, eftirlitsaðila með fjármálastarfsemi hér á landi vera jafn kraftmikla og eftirlitsstofnanir í Lúxemborg. 4. september 2009 20:32