Fleiri fréttir

Þór Saari segir eignir lífeyrissjóða ganga upp í Icesave

Þór Saari þingmaður Borgarahreyfingarinnar segir að Icesave samningarnir muni að óbreyttu valda þjóðinni óbætanlegu tjóni vegna þeirrar skuldastöðu sem hún kemst í. Hann segir að lífeyrissjóðirnir séu teknir sem eign á móti skuldinni.

Jákvæður kortajöfnuður í fyrsta sinn síðan 2001

Heildarúttekt af erlendum kortum hér á landi í júní nam 6,2 milljörðum kr. í júní mánuði sem er 1,2 milljarði kr. meira en Íslendingar tóku út af sínum kortum á erlendri grundu í sama mánuði. Þetta er í fyrsta sinn síðan farið var að taka þessar tölur saman árið 2001 að kortanotkun útlendinga hér á landi hefur slegið út kortanotkun Íslendinga í útlöndum.

Rússar samþykkja lán til Íslands

Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að veita Íslandi lán upp á 500 milljónir dollara eða 64 milljarða kr. Þetta kemur fram á vefsíðuunni barentobserver.com.

Erlendum ríkisborgurum á atvinnuleysisskrá fækkar hratt

Erlendum ríkisborgurum sem eru án atvinnu hefur fækkað samfellt þrjá undanfarna mánuði. Í lok júní voru alls 1.800 erlendir ríkisborgarar án atvinnu samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar og er það töluverð fækkun frá fyrri mánuði þegar 2.000 erlendir ríkisborgarar voru án atvinnu.

Endurfjármögnun erlendra skulda gæti orðið nokkuð torsótt

Hagfræðideild landsbankans gerir greiðsluflæði gjaldeyris að umtalsefni sínu í vefritinu Hagsjá þar sem fjallað er um erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins og útreikninga Seðlabankans þar að lútandi. Telur hagfræðideildin að endurfjármögnun erlendra skulda fyrirtækja og hins opinbera geti orðið nokkuð torsótt.

Reykjavíkurborg og Akureyrarbær gera tugmilljóna samning við Papco

Reykjavíkurborg og Akureyrarbær hafa, með stuttu millibili, gert samkomulag við íslenska pappírsframleiðandann Papco um að sinna öllum þörfum þessara sveitarfélaga í klósettpappír, eldhúspappír og þurrkum ýmis konar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Papco.

Umtalsverð lækkun fasteignaverðs í pípunum

Engan þarf að undra að landsmenn stundi ekki mikil viðskipti með íbúðir um þessar mundir. Íbúðaverð hefur nú lækkað um 30% að raunvirði frá því að það náði hápunkti í árslok 2007 og væntingar eru á þann veg að enn sé umtalsverð lækkun íbúðaverðs í pípunum.

Ný ríkisbréf til tveggja ára væntanleg

Helstu tíðindin í tilkynningunni um útboð ríkisbréfa á föstudag eru að væntanlega líti dagsins ljós nýr flokkur ríkisbréfa til tveggja ára. Auk hans er óskað eftir tilboðum í tvo skuldabréfaflokka, lengsta ríkisbréfaflokkinn og þann þriðja lengsta. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka.

Erlend skuldastaða þjóðarbúsins 198% af landsframleiðslu

Heildarskuldir þjóðarbúsins í erlendri mynt nema 2.832 milljónum króna samkvæmt mati Seðlabankans sem kynnt var í dag. Seðlabankinn býst við að verg landsframleiðsla muni nema 1.427 milljónum króna á þessu ári. Miðað við þessar tölur er hlutfall skulda af vergri landsframleiðslu rúmlega 198 prósent.

Einn milljarður í veltu á fasteignamarkaði á viku

Alls voru gerðir 153 samningar um kaup á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í júní samkvæmt upplýsingum Fasteignaskrár Íslands. Í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka segir að þetta nemi því að í hverri viku í júní hafi verið gerðir að meðaltali 38 samningar og nam veltan í viku hverri að meðtaltali rétt rúmlega einum milljarði króna. Í 40% tilvika var hluti kaupverðs greiddur með annarri fasteign.

Telja ríkissjóð ráða við skuldbindingar sínar

Erlendar skuldir íslenska þjóðarbúsins eru um 3000 milljarðar króna. Frekari efnahagsleg áföll þyrftu að dynja yfir til að ríkissjóður geti ekki staðið við erlendar skuldir sínar, að mati Seðlabanka.

Framleiðsla á evrusvæðinu eykst um 0,5% milli mánaða

Framleiðsla á evrusvæðinu jókst um 0,5% í maí. Þetta er í fyrsta skiptið síðan síðasta sumar sem framleiðsla á evrusvæðinu eykst milli mánaða. Þessi tíðindi koma á sama tíma og væntingavísitala þýskra fjárfesta lækkar eins og Vísir greindi frá fyrr í dag.

Krónan lækkaði um 0,25% í dag

Lítil breyting varð á millibankamarkaði með krónur í dag og veiktist gengi krónunnar um 0,25% í litlum viðskiptum. Gengisvísitalan stendur nú í 233 stigum samkvæmt gjaldeyrisborði Kaupþings.

Búnaðarbankinn var einkabanki þegar Björgólfarnir fengu lánin

Lán Búnaðarbanka Íslands til Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu, var veitt í apríl 2003, segir Magnús Gunnarsson, fyrrverandi formaður bankaráðs Búnaðarbanka Íslands.

Áfengisverð hefur hækkað um 40% á einu ári

Sala á áfengi í júní mánuði dróst saman um 13% miðað við sama mánuð í fyrra og um 17% frá fyrri mánuði, en þennan mikla samdrátt í sölu áfengis í júní má eflaust rekja til verðhækkana á áfengi í kjölfar hækkunar opinberra gjalda á áfengi. Verð á áfengi hefur hækkað um tæplega 40% á einu ári.

Atvinnulausum erlendum ríkisborgurum fækkar

Erlendum ríkisborgurum sem eru án atvinnu hefur fækkað samfellt undanfarna þrjá mánuði. Greiningadeild Íslandsbanka gerir málið að umfjöllunarefni í Morgunkorni sínu. „Í lok júní voru alls 1.800 erlendir ríkisborgarar án atvinnu

Mat á erlendri skuldastöðu ríkisins kynnt á morgun

Seðlabankinn mun á morgun kynna opinberlega mat sitt á erlendri skuldastöðu ríkisins en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að skuldir ríkisins væru tvöföld landsframleiðsla. Fyrst munu niðurstöðurnar verða kynntar fyrir stjórnarflokkunum og síðar um daginn mun matið ásamt lögfræðiálitum Seðlabankans verða kynnt opinberlega.

Erlendar skuldir ríkisins 200% af landsframleiðslu

Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun nema erlendar skuldir ríkisins 200 prósentum af vergri landsframleiðslu Íslands samkvæmt nýju mati Seðlabankans. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, vildi ekkert tjá sig um málið við fréttastofu þegar leitað var til hans í morgun.

Valitor: Kortaþjónustan er síkvartandi

Kortaþjónustan hefur kvartað undan tuttugu fyrirtækjum á árinu til samkeppniseftirlitsins - oftast bönkum - en mögulegt er að það sé ekki tæmandi tala samkvæmt tilkynningu sem Valitor sendi frá sér.

Mikill áhugi á ríkisvíxlum

Áhugi fjárfesta á fjögurra mánaða ríkisvíxlum í útboði í morgun var nokkuð meiri en í fyrri útboðum ársins. Alls bárust tilboð að fjárhæð 66,5 milljarðar króna en það sem af er ári hafa borist tilboð á bilinu 50 til 60 milljarðar króna, fyrir utan útboð í febrúar sem nam 23 milljörðum og í júní þegar eftirspurnin nam 17 milljörðum króna. Tilboðum var tekið fyrir 40 milljarða sem er ríflega tvöfalt meira en verið hefur að jafnaði á árinu.

Segir Valitor mismuna viðskiptavinum sínum

„Valitor hefur ekkert lært af reynslunni og heldur áfram að nýta sér markaðsráðandi stöðu sína með ólöglegum aðgerðum,“ segir Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Kortaþjónustan sent kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem Valitor er sakað um margvísleg og ítrekuð brot á samkeppnislögum.

Stjórnendur búast við enn frekari verslunarsamdrætti

Horfur eru á að verslun gæti dregist enn frekar saman á næstunni og lítilsháttar fækkun verði í fjölda starfsmanna. Þetta á sérstaklega við um litlar verslanir. Í niðurstöðum könnunar sem Rannsóknasetur verslunarinnar gerði nýlega meðal stjórnenda í verslun kom þetta fram.

Skyggnir hlýtur gæðavottun frá BSI

British Standard Institute (BSI) hefur veitt rekstrar- og hýsingarfélaginu Skyggni vottun um upplýsinga-, öryggis- og stjórnkerfi fyrir árið 2009. Skyggnir hlaut fyrst staðfesta vottun á þessu sviði árið 2004 og er hún árlega tekin út af fulltrúum BSI. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Skyggni en félagið er eitt af dótturfélögum Nýherja.

Ríkisvíxlar fyrir 40 milljarða seldir í morgun

Alls voru ríkisvíxlar fyrir 40 milljarða kr. seldir í útboði með tilboðsfyrirkomulagi hjá Seðlabanka Íslands í morgun. Þetta er helmingi hærri upphæð en í útboðinu sem haldið var í maí s.l. þegar tilboðum fyrir 20 milljarða kr. var tekið.

Sekt Véla og Verkfæra ehf. lækkuð um 5 milljónir

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um að Vélar og Verkfæri ehf. hefðu misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Hinsvegar sektin fyrir athæfið lækkuð um 5 milljónir kr., úr 15 og í 10 milljónir kr.

Kreppan hefur áhrif á verð moldarkofa í Gíneu

Það er ekki einungis á Íslandi sem efnahagslægðin í heiminum skýtur niður fæti sínum af fullum þunga en lækkandi fasteignaverð á vesturlöndum teygir anga sína alla leið til vestur-Afríku ríkisins Gíneu. Þar í landi er lítið fjallaþorp, Nionsomoridou, sem notið hefur góðærisins undanfarin ár. Leiguverð á litlum gluggalausum moldarkofum með stráþaki hefur fallið úr jafngildi 20 bandaríkjadala niður í 6,5 dali á mánuði.

Google valdi Finnland í stað Íslands fyrir tölvumiðstöð

Tölvurisinn Google hafði um skeið mikinn áhuga á því að reisa tölvumiðstöð á Íslandi og hefur víst enn. Hinsvegar valdi Google Finnland fram yfir Ísland fyrsta kastið og keypti hina aflögðu pappírsverksmiðju Summa fyrir utan Helsingfors undir miðstöðina en verksmiðjan kostaði um 7,2 milljarða kr.

íslenskir embættismenn hunsuðu slæma stöðu bankanna

Miklir vankantar voru á viðbrögðum Breska fjármálaráðuneytisins við falli íslensku bankanna en íslenskir embættismenn voru óskýrir, mótsagnakenndir og langt frá því að vera nógu samvinnuþýðir í samningaumleitunum við bresk yfirvöld.

Kæra Valitor til Samkeppniseftirlitsins

Kortaþjónustan hefur sent kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem Valitor er sakað um margvísleg og ítrekuð brot á samkeppnislögum og nokkrum tilteknum skilmálum þeirrar sáttar sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið á síðastliðnu ári.

Plastiðjan semur við Greiner Packaging

Forsvarsmenn Plastiðjunnar á Selfossi hafa náð hagstæðum samningum við Greiner Packaging, einn stærsta matvælaumbúðaframleiðanda Evrópu, um innleiðingu og þjálfun starfsmanna Plastiðjunnar.

Spáir lítilsháttar lækkun á verðbólgunni í júlí

Gangi spá hagfræðideildar Landsbankans eftir verður 12 mánaða verðbólga 11,6% í júlí og lækkar úr 12,2% í mánuðinum á undan. 12 mánaða verðbólga hefur ekki verið lægri frá því í mars 2008.

Leggja fram frumvarp svo fyrrum starfsmenn Spron fái greidd laun

Viðskiptanefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki. Nefndin vonar að með frumvarpinu verði hægt að greiða rúmlega 100 fyrrverandi starfsmönnum Spron laun. Starfsmennirnir hafa ekki fengið greidd laun frá mánaðarmótum vegna lagatúlkunar skiptanefndar sparisjóðsins.

Samningarnir forsenda endurreisnarinnar

Samningar íslenskra stjórnvalda um þau bresku og hollensku um Icesave-reikninganna eru forsenda þess að sú endurreisn íslensks efnahagslífs og nú er hafin nái fram að ganga. Þetta er mat Jónasar Haralz, fyrrverandi bankastjóra, og Gylfa Zoega, hagfræðings, en þeir rita saman grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Sjá næstu 50 fréttir