Viðskipti innlent

Lítil velta í Kauphöllinni

Velta með ríkisskuldabréf nam rúmum 8,3 milljörðum króna í Kauphöllinni í dag.

Hlutabréfavelta nam rúmum 87 milljónum króna og lækkaði Úrvalsvísitalan um 0,45%. Gengi Icelandair Group lækkaði um 10,53% í viðskiptum uppá 265 þúsund krónur.

Gengi bréfa Marels lækkaði um 1,11% og Össur lækkaði um 0,88%. Ekkert félag hækkaði í Kauphöllinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×