Viðskipti innlent

Telja ríkissjóð ráða við skuldbindingar sínar

Sigríður Mogensen skrifar
Seðlabanki Íslands kynnir stöðu þjóðarbúsins í dag. Mynd/ Stefán.
Seðlabanki Íslands kynnir stöðu þjóðarbúsins í dag. Mynd/ Stefán.
Erlendar skuldir íslenska þjóðarbúsins eru um 3000 milljarðar króna. Frekari efnahagsleg áföll þyrftu að dynja yfir til að ríkissjóður geti ekki staðið við erlendar skuldir sínar, að mati Seðlabanka.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, en blaðið hefur undir höndum skriflega umsögn Seðlabanka Íslands um Icesave samningana og greiðslubyrði vegna erlendra lána ríkisins. Í matinu segir að erlendar skuldir íslenska þjóðarbúsins, að Icesave skuldinni meðtaldri, muni ná hámarki árið 2010 þegar þær verða 2.953 milljarðar króna.

Matið er háð nokkrum grundvallarforsendum. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að 75% eigna Landsbankans innheimtist. Einnig er gert ráð fyrir að gengisþróun verði hagstæðari en núverandi staða segir til um, með öðrum orðum að krónan styrkist. Að lokum er búist við að hagvöxtur verði á tímabilinu 2009 til 2018. Samkvæmt matinu er Icesave skuldin 575 milljarðar króna á þessu ári, en ekki fylgir í umfjöllun Morgunblaðsins hvaða forsendur Seðlabankinn notar til að fá þá tölu út.

Nú stendur yfir blaðamannafundur í Seðlabankanum þar sem umsögn bankans um Icesave samningana er kynnt. Um er að ræða umsögn Seðlabankans um erlenda skuldastöðu Íslands ásamt lögfræðilegu áliti á Icesave.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×