Viðskipti innlent

Framleiðsla á evrusvæðinu eykst um 0,5% milli mánaða

Mynd/AP

Framleiðsla á evrusvæðinu jókst um 0,5% í maí. Þetta er í fyrsta skiptið síðan síðasta sumar sem framleiðsla á evrusvæðinu eykst milli mánaða. Þessi tíðindi koma á sama tíma og væntingavísitala þýskra fjárfesta lækkar eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Financial Times greinir frá þessu í dag.

Sextán þjóðir eru aðilar að sameiginlegu myntbandalagi Evrópusambandsins.

Framleiðsluaukning milli mánaða í Þýskalandi sem og í Frakklandi og Ítalíu, hefur eflt von hagfræðinga um endurreisn efnahagslífsins í Evrópu. Minnkandi framleiðsla á Spáni og í smærri þjóðum Evrópusambandsins draga hins vegar úr vonum hagfræðinganna.

Framleiðsluaukningin á evrusvæðinu í heild sinni er þó örlítið minni en vonir stóðu til þrátt fyrir jákvæðar fréttir af framleiðslu einstakra ríkja.

Þýskaland er stærsta hagkerfi Evrópu og því skiptir miklu máli fyrir evrusvæðið að Þýska hagkerfið nái að rétta úr kútnum sem allra fyrst.




Tengdar fréttir

Hægir á efnahagsbata í Þýskalandi

Væntingavísitala þýskra fjárfesta minnkaði óvænt í júlí sem bendir til þess að það muni taka stærsta hagkerfi í Evrópu lengri tíma að jafna sig en vonir stóðu til. Vísitalan féll úr 44,8 stigum í júní og í 39,5 stig í júlí, en hagfræðingar höfðu spáð því að vísitalan í júlí myndi mælast 47,8 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×