Verð á landbúnaðarvörum myndi lækka um allt að 70% 16. júlí 2009 12:30 Verð á landbúnaðarvörum myndi lækka um allt að sjötíu prósent, þegar tollar yrðu felldir niður við inngöngu Íslands í Evrópusambandið (ESB). Kjör íslenskra bænda myndu hins vegar skerðast. Þetta má meðal annars lesa út úr skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, en það olli fjaðrafoki á Alþingi í gær að hún skyldi ekki hafa verið birt. Markmið skýrslunnaar er að varpa ljósi á það hvaða áhrif það hefði á afkomu íslenskra bænda, ef landbúnaðarstefna Evrópusambandsins næði til þeirra, en styrkir til bænda hér á landi eru talsvert umfangsmeiri nú, en til bænda í Evrópusambandinu. Bændasamtökin telja þessa úttekt á áhrifum af inngöngu í Evrópusambandið á íslenskan landbúnað ófullnægjandi Hagfræðistofnunin telur að verð á kjúklingum lækki um 70% og verð á á eggjum og mjólkurvörum lækki um 55-60% með inngöngu í Evrópusambandið. Niðurstöður stofnunarinnar benda til að verð til bænda á kinda- og nautakjöti breytist ekki mikið. Þá má velta því fyrir sér hvort kjúklingaframleiðsla sé yfir höfuð landbúnaðar- frekar en iðnaðarframleiðsla.Niðurstöður skýrslunnar Milli aðildarríkja ESB ríkir nær fullt frelsi til inn- og útflutnings landbúnaðarafurða, líkt og gildir um alla þjónustu og vörur sem fluttar eru á milli landanna. Skýrsla Hagfræðistofnunar leitaðist við að áætla stöðu íslenskra búa ef þau byggju við þá styrki og tollareglur sem gilda á Finnlandi, sem er aðili að ESB. Niðurstöður skýrslunnar benda til þess að verð til bænda á kinda- og nautakjöti breytist ekki mikið þó tollar til ESB falli niður. Sauðfjárbændur virðast því í fljótu bragði ekki hafa mikið að óttast þótt Ísland gangi í ESB og tollmúrar falli niður, að mati Hagfræðistofnunar. Gögn OECD benda til þess að verð til bænda lækki mikið á kjúklingum, eggjum, mjólk og mjólkurvörum og svínakjöti ef tollar falla niður á innflutningi frá Evrópusambandslöndunum. Langmest yrði verðlækkunin á kjúklingum eða 70%, 55-60% á eggjum og mjólkurvörum og verð á svínakjöti myndi lækka um 35% ef marka má skýrslu hagfræðistofnunarinnar. Almennt matvöruverð út úr búð er að jafnaði 30% lægra í Evrópusambandinu en hér á landi og verð til bænda er að jafnaði 65-70% lægra ef tölur frá OECD eru lagðar til grundvallar. Búvöruframleiðsla í Finnlandi hefur ekki minnkað að ráði síðan Finnar gengu í ESB og mjólkurframleiðsla hélst nokkurn vegin óbreytt í lítrum talið eftir inngöngu. Íslenska ríkið greiddi 4,8 milljarða til mjólkurframleiðslu og 3,5 milljarða til sauðfjárræktar, í gegnum styrkjakerfi landbúnaðarins á síðasta ári.Áhrif á afkomu búa Niðurstöður úr skýrslu Hagfræðistofnunar benda til þess að tekjur búanna dragist verulega saman vegna lækkandi afurðaverðs og verðlækkana til bænda. Tekjur til bænda munu því minnka til muna. Á hinn bóginn myndi norðurslóðastuðningur af svipuðum toga og finnskir bændur njóta, draga verulega úr tekjumuninum og gera suma bændur jafn vel eða betur setta en þeir eru í dag. Einnig er líklegt að aðgangur bænda að evrópskum aðfangamarkaði muni lækka framleiðslukostnað að einhverju leyti. Talið er að afkoma sauðfjárbænda yrði umtalsvert betri en nú er, með inngöngu í ESB. Forsendur Hagfræðistofnunar um lægra verð, gera ráð fyrir allmikilli aukningu útflutnings. Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Verð á landbúnaðarvörum myndi lækka um allt að sjötíu prósent, þegar tollar yrðu felldir niður við inngöngu Íslands í Evrópusambandið (ESB). Kjör íslenskra bænda myndu hins vegar skerðast. Þetta má meðal annars lesa út úr skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, en það olli fjaðrafoki á Alþingi í gær að hún skyldi ekki hafa verið birt. Markmið skýrslunnaar er að varpa ljósi á það hvaða áhrif það hefði á afkomu íslenskra bænda, ef landbúnaðarstefna Evrópusambandsins næði til þeirra, en styrkir til bænda hér á landi eru talsvert umfangsmeiri nú, en til bænda í Evrópusambandinu. Bændasamtökin telja þessa úttekt á áhrifum af inngöngu í Evrópusambandið á íslenskan landbúnað ófullnægjandi Hagfræðistofnunin telur að verð á kjúklingum lækki um 70% og verð á á eggjum og mjólkurvörum lækki um 55-60% með inngöngu í Evrópusambandið. Niðurstöður stofnunarinnar benda til að verð til bænda á kinda- og nautakjöti breytist ekki mikið. Þá má velta því fyrir sér hvort kjúklingaframleiðsla sé yfir höfuð landbúnaðar- frekar en iðnaðarframleiðsla.Niðurstöður skýrslunnar Milli aðildarríkja ESB ríkir nær fullt frelsi til inn- og útflutnings landbúnaðarafurða, líkt og gildir um alla þjónustu og vörur sem fluttar eru á milli landanna. Skýrsla Hagfræðistofnunar leitaðist við að áætla stöðu íslenskra búa ef þau byggju við þá styrki og tollareglur sem gilda á Finnlandi, sem er aðili að ESB. Niðurstöður skýrslunnar benda til þess að verð til bænda á kinda- og nautakjöti breytist ekki mikið þó tollar til ESB falli niður. Sauðfjárbændur virðast því í fljótu bragði ekki hafa mikið að óttast þótt Ísland gangi í ESB og tollmúrar falli niður, að mati Hagfræðistofnunar. Gögn OECD benda til þess að verð til bænda lækki mikið á kjúklingum, eggjum, mjólk og mjólkurvörum og svínakjöti ef tollar falla niður á innflutningi frá Evrópusambandslöndunum. Langmest yrði verðlækkunin á kjúklingum eða 70%, 55-60% á eggjum og mjólkurvörum og verð á svínakjöti myndi lækka um 35% ef marka má skýrslu hagfræðistofnunarinnar. Almennt matvöruverð út úr búð er að jafnaði 30% lægra í Evrópusambandinu en hér á landi og verð til bænda er að jafnaði 65-70% lægra ef tölur frá OECD eru lagðar til grundvallar. Búvöruframleiðsla í Finnlandi hefur ekki minnkað að ráði síðan Finnar gengu í ESB og mjólkurframleiðsla hélst nokkurn vegin óbreytt í lítrum talið eftir inngöngu. Íslenska ríkið greiddi 4,8 milljarða til mjólkurframleiðslu og 3,5 milljarða til sauðfjárræktar, í gegnum styrkjakerfi landbúnaðarins á síðasta ári.Áhrif á afkomu búa Niðurstöður úr skýrslu Hagfræðistofnunar benda til þess að tekjur búanna dragist verulega saman vegna lækkandi afurðaverðs og verðlækkana til bænda. Tekjur til bænda munu því minnka til muna. Á hinn bóginn myndi norðurslóðastuðningur af svipuðum toga og finnskir bændur njóta, draga verulega úr tekjumuninum og gera suma bændur jafn vel eða betur setta en þeir eru í dag. Einnig er líklegt að aðgangur bænda að evrópskum aðfangamarkaði muni lækka framleiðslukostnað að einhverju leyti. Talið er að afkoma sauðfjárbænda yrði umtalsvert betri en nú er, með inngöngu í ESB. Forsendur Hagfræðistofnunar um lægra verð, gera ráð fyrir allmikilli aukningu útflutnings.
Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira