Viðskipti innlent

Áfengisverð hefur hækkað um 40% á einu ári

Verð á áfengi hefur hækkað um tæplega 40% á einu ári.
Verð á áfengi hefur hækkað um tæplega 40% á einu ári.
Sala á áfengi í júní mánuði dróst saman um 13% miðað við sama mánuð í fyrra og um 17% frá fyrri mánuði, en þennan mikla samdrátt í sölu áfengis í júní má eflaust rekja til verðhækkana á áfengi í kjölfar hækkunar opinberra gjalda á áfengi. Verð á áfengi hefur hækkað um tæplega 40% á einu ári. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningar Íslandsbanka í dag.

Áfengisverð hefur hækkað um 9,4% frá fyrri mánuði og alls hefur áfengisverð hækkað um tæplega 40% á undanförnum 12 mánuðum. Það þarf að fara allt aftur til ársins 2004 til að finna minni áfengissölu í júnímánuði heldur en nú.

Á sama tíma hefur dagvara hækkað um 20%. Sala á fatnaði og skóm dróst saman um tæplega 25% í júní frá sama mánuði fyrra árs og sala raftækja dróst saman um 33% á sama tímabili. Í júní var þó mestur samdráttur í verslun með húsgögn en sala húsgagna dróst saman um tæp 46% í júní mánuði frá sama mánuði fyrra árs.

Landsmenn virðast því enn halda að sér höndum í verslun og munu eflaust gera það enn um sinn enda enn nokkuð í land með að kreppan sleppi krumlum sínum af buddum landsmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×