Viðskipti innlent

Skyggnir hlýtur gæðavottun frá BSI

British Standard Institute (BSI) hefur veitt rekstrar- og hýsingarfélaginu Skyggni vottun um upplýsinga-, öryggis- og stjórnkerfi fyrir árið 2009. Skyggnir hlaut fyrst staðfesta vottun á þessu sviði árið 2004 og er hún árlega tekin út af fulltrúum BSI. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Skyggni en félagið er eitt af dótturfélögum Nýherja.

„Markmið Skyggnis er að vera í fararbroddi í rekstri, viðhaldi og uppbyggingu upplýsingakerfa þar sem trúnaður, heilindi og aðgengi upplýsingaeigna er varðveittur. Þannig er tryggt að upplýsingar séu aðeins aðgengilegar þeim sem hafa aðgangsheimildir. Allir rekstrarþættir er lúta að stjórn öryggismála skulu ennfremur skjalfestir og án undantekninga skal fylgja gildandi lögum og reglugerðum er varða rekstur fyrirtækisins," segir Sigurður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Rekstrarlausnasviðs Skyggnis.

Skyggnir sérhæfir sig í hönnun, uppsetningu og rekstri tölvu- og samskiptalausna. Hjá félaginu starfa um 170 sérfræðingar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×