Viðskipti innlent

Kaupþing í Lúxemborg opnar á ný

Kaupþing opnar á ný.
Kaupþing opnar á ný.

Fyrirtækið Banque Havilland S.A. hefur tekið við stjórn og opnað Kaupþing í Lúxemborg.

Endurskipulagning hefur staðið yfir undanfarið. Bankinn hóf störf í dag en bankinn segir í tilkynningu að þeir hyggist bjóða upp á hefðbundna bankastarfsemi á sviði eignastýringar og einkabankaþjónustu til viðskiptavina.

Starfssvæði bankans er Evrópa, Mið Austurlönd og Asía.

Banque Havilland er í eigu Rowland fjölskyldunnar. Rowland fjölskyldan hefur verið viðloðandi fjárfestingar og fjármálaumsýslu í um 45 ár og meðal annars sinnt fjárfestingarráðgjöf í gegnum fyrirtæki sitt Blackfish Group.

Með þessum viðskiptum tekur fjölskyldan markvisst skref í uppbyggingu Blackfish Group sem þegar hefur víðtæka reynslu á þessu sviði fjármálaumsýslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×