Viðskipti innlent

Skuldabréfavelta nam tæpum 19 milljörðum í dag

Velta með skuldabréf nam rúmum 18,6 milljörðum króna í Kauphöllinni, Nasdaq OMX, í dag.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,48% í heildarviðskiptum upp á rúmar 36 milljónir króna.

Bakkavör hækkaði um 23,2% en heildarviðskipti með bréfin námu rúmum 765 þúsund krónum. Er gengi bréfa Bakkavarar nú 1,70 krónur á hlut.

Gengi bréfa Össurar hækkaði um 0,89% í viðskiptum fyrir rúmar 26 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×