Viðskipti innlent

Einn milljarður í veltu á fasteignamarkaði á viku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alls voru 153 kaupsamningar gerðir á höfuðborgarsvæðinu í júní. Mynd/ GVA.
Alls voru 153 kaupsamningar gerðir á höfuðborgarsvæðinu í júní. Mynd/ GVA.
Alls voru gerðir 153 samningar um kaup á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í júní samkvæmt upplýsingum Fasteignaskrár Íslands. Í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka segir að þetta nemi því að í hverri viku í júní hafi verið gerðir að meðaltali 38 samningar og nam veltan í viku hverri að meðtaltali rétt rúmlega einum milljarði króna. Í 40% tilvika var hluti kaupverðs greiddur með annarri fasteign.

Hlutfall makaskiptasamninga af heildarviðskiptum með íbúðir á höfuðborgarsvæðinu hefur nú verið yfir 40% undanfarna 3 mánuði en tíðni makaskiptasamninga jókst til muna í kjölfar bankahrunsins síðastliðið haust. Makaskiptasamningar eru að festast í sessi í því árferði sem nú ríkir enda er það oft eina leiðin sem fær er til að skipta um húsnæði á tímum takmarkaðs aðgengis að lánsfé, hás veðsetningarhlutfalls á verulegum hluta fasteigna og kreppu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×