Viðskipti innlent

Erlendir aðilar væntanlega umsvifamiklir í útboði ríkisvíxla

Ekki er ólíklegt að útlendingar hafi verið talsvert atkvæðameiri í útboði ríkisvíxla í gær en í útboði júní mánaðar, þegar þeir keyptu ríkisvíxla fyrir 1,2 milljarða króna.

Tilboðum var tekið fyrir 40 milljarða króna og telur greining Íslandsbanka að fjárfesting erlendra aðila hafi verið meiri en að undanförnu. Sérstaklega þar sem margir þeirra eiga í tiltölulega fá hús að venda með að koma lausu fé í skammtímaávöxtun í ljósi þess að Seðlabankinn lagði af útgáfu innstæðubréfa til almennra fjárfesta í júní.

Flestir útlendinganna kjósa helst að festa fjármuni sína í skamman tíma og því henta ríkisvíxlar þeim vel, þar sem dvínandi væntingar eru á markaði um verulega stýrivaxtalækkun á næstu mánuðum.




Tengdar fréttir

Ríkisvíxlar fyrir 40 milljarða seldir í morgun

Alls voru ríkisvíxlar fyrir 40 milljarða kr. seldir í útboði með tilboðsfyrirkomulagi hjá Seðlabanka Íslands í morgun. Þetta er helmingi hærri upphæð en í útboðinu sem haldið var í maí s.l. þegar tilboðum fyrir 20 milljarða kr. var tekið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×