Leggja fram frumvarp svo fyrrum starfsmenn Spron fái greidd laun 11. júlí 2009 16:00 Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, er formaður viðskiptanefndar. Mynd/Anton Brink Viðskiptanefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki. Nefndin vonar að með frumvarpinu verði hægt að greiða rúmlega 100 fyrrverandi starfsmönnum Spron laun. Starfsmennirnir hafa ekki fengið greidd laun frá mánaðarmótum vegna lagatúlkunar skiptanefndar sparisjóðsins. Slitastjórnin tilkynnti starfsmönnum Spron 30. júní að þeir fengju ekki greidd laun í uppsagnarfresti þar sem slitastjórnin taldi sig ekki hafa lagaheimild til þess að greiða launin. Bæði Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, og Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar, hafa bæði lýst yfir vilja til að greiða úr málinu. Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu að viðskiptanefnd hafi leitað álits hjá viðskiptaráðuneytinu og réttarfarsnefnd og það hafi verið samdóma mat þessara aðila að heimildir skorti ekki svo framarlega sem fullnægt væri þeim skilyrðum að slitastjórn viðurkenndi kröfurnar fyrir sitt leyti og teldi víst að félagið ætti nægar eignir til að standa sömu hlutfallsleg skil á öllum forgangskröfum sem gætu notið sömu eða hærri stöðu í skuldaröð. Slitastjórnin hefur ekki fallist á þessa niðurstöðu stjórnvalda „Í ljósi þess óhagræðis og tjóns sem þessi staða hefur þegar valdið ríflega 100 fyrrverandi starfsmönnum SPRON og til þess að komast hjá frekara tjóni sem málshöfðun hefur í för með sér með tilheyrandi drætti á greiðslu þessara launakrafna fyrrverandi starfsmanna telur nefndin ekki annað fært en að treysta þær heimildir sem slitastjórnin hefur samkvæmt framangreindu áliti, í þeirri von að hún muni nú nýta þær, og flytur því frumvarp þetta," segir í greinargerðinni. Tengdar fréttir Fær engar upplýsingar um viðbótarlífeyrissparnað sinn Halldóra Jóna Lárusdóttir, fyrrum viðskiptavinur Spron, fékk sent bréf frá lífeyrissparnaði Spron sem segir að viðbótariðgjöld í lífeyrissparnað bankans hafi ekki verið greidd. Þegar hún athugaði málið og vildi forvitnast um stöðu sjóðsins fékk hún engin svör. Eins og kunnugt er, heyrir Spron nú undir Fjármálaeftirlitið en flestir fyrrum viðskiptavinir Spron hafa verið fluttir yfir til Kaupþings. 8. júlí 2009 15:14 SPRON hunsar álit réttarfars-nefndarinnar Slitastjórn SPRON er heimilt að greiða ógreidd laun rúmlega 100 starfsmanna SPRON á uppsagnarfresti, samkvæmt áliti réttarfarsnefndar. Ekki sé lagabreytinga þörf, eins og slitastjórnin telur. 9. júlí 2009 04:45 Fjölmargir fyrrum starfsmenn SPRON óttast um hag sinn Fjölmargir fyrrverandi starfsmenn SPRON óttast nú um sinn hag þar sem slitastjórn bankans neitar að greiða þeim laun í uppsagnarfresti. Fólkið á ekki rétt á atvinnuleysisbótum og talsmaður hópsins segir margir muni lenda í verulegum vandræðum um næstu mánaðamót. 7. júlí 2009 12:29 Hafa heimild til útborgunar „Það er skilningur minn að slitastjórnin hafi fulla heimild til að greiða út laun," segir Gylfi Magnússon. Um 100 starfsmenn SPRON fengu ekki greidd laun 1. júlí. Taldi slitastjórn að ekki væri hægt að greiða út laun þar sem fyrirtækið hefði aldrei farið í greiðslustöðvun. 4. júlí 2009 04:00 Starfsmenn SPRON eru utan kerfisins Þeir rúmlega 100 starfsmenn SPRON á uppsagnarfresti sem ekki fengu greidd laun 1. júlí síðastliðinn eiga hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né greiðslu úr Ábyrgðarsjóði launa. 7. júlí 2009 03:30 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Viðskiptanefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki. Nefndin vonar að með frumvarpinu verði hægt að greiða rúmlega 100 fyrrverandi starfsmönnum Spron laun. Starfsmennirnir hafa ekki fengið greidd laun frá mánaðarmótum vegna lagatúlkunar skiptanefndar sparisjóðsins. Slitastjórnin tilkynnti starfsmönnum Spron 30. júní að þeir fengju ekki greidd laun í uppsagnarfresti þar sem slitastjórnin taldi sig ekki hafa lagaheimild til þess að greiða launin. Bæði Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, og Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar, hafa bæði lýst yfir vilja til að greiða úr málinu. Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu að viðskiptanefnd hafi leitað álits hjá viðskiptaráðuneytinu og réttarfarsnefnd og það hafi verið samdóma mat þessara aðila að heimildir skorti ekki svo framarlega sem fullnægt væri þeim skilyrðum að slitastjórn viðurkenndi kröfurnar fyrir sitt leyti og teldi víst að félagið ætti nægar eignir til að standa sömu hlutfallsleg skil á öllum forgangskröfum sem gætu notið sömu eða hærri stöðu í skuldaröð. Slitastjórnin hefur ekki fallist á þessa niðurstöðu stjórnvalda „Í ljósi þess óhagræðis og tjóns sem þessi staða hefur þegar valdið ríflega 100 fyrrverandi starfsmönnum SPRON og til þess að komast hjá frekara tjóni sem málshöfðun hefur í för með sér með tilheyrandi drætti á greiðslu þessara launakrafna fyrrverandi starfsmanna telur nefndin ekki annað fært en að treysta þær heimildir sem slitastjórnin hefur samkvæmt framangreindu áliti, í þeirri von að hún muni nú nýta þær, og flytur því frumvarp þetta," segir í greinargerðinni.
Tengdar fréttir Fær engar upplýsingar um viðbótarlífeyrissparnað sinn Halldóra Jóna Lárusdóttir, fyrrum viðskiptavinur Spron, fékk sent bréf frá lífeyrissparnaði Spron sem segir að viðbótariðgjöld í lífeyrissparnað bankans hafi ekki verið greidd. Þegar hún athugaði málið og vildi forvitnast um stöðu sjóðsins fékk hún engin svör. Eins og kunnugt er, heyrir Spron nú undir Fjármálaeftirlitið en flestir fyrrum viðskiptavinir Spron hafa verið fluttir yfir til Kaupþings. 8. júlí 2009 15:14 SPRON hunsar álit réttarfars-nefndarinnar Slitastjórn SPRON er heimilt að greiða ógreidd laun rúmlega 100 starfsmanna SPRON á uppsagnarfresti, samkvæmt áliti réttarfarsnefndar. Ekki sé lagabreytinga þörf, eins og slitastjórnin telur. 9. júlí 2009 04:45 Fjölmargir fyrrum starfsmenn SPRON óttast um hag sinn Fjölmargir fyrrverandi starfsmenn SPRON óttast nú um sinn hag þar sem slitastjórn bankans neitar að greiða þeim laun í uppsagnarfresti. Fólkið á ekki rétt á atvinnuleysisbótum og talsmaður hópsins segir margir muni lenda í verulegum vandræðum um næstu mánaðamót. 7. júlí 2009 12:29 Hafa heimild til útborgunar „Það er skilningur minn að slitastjórnin hafi fulla heimild til að greiða út laun," segir Gylfi Magnússon. Um 100 starfsmenn SPRON fengu ekki greidd laun 1. júlí. Taldi slitastjórn að ekki væri hægt að greiða út laun þar sem fyrirtækið hefði aldrei farið í greiðslustöðvun. 4. júlí 2009 04:00 Starfsmenn SPRON eru utan kerfisins Þeir rúmlega 100 starfsmenn SPRON á uppsagnarfresti sem ekki fengu greidd laun 1. júlí síðastliðinn eiga hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né greiðslu úr Ábyrgðarsjóði launa. 7. júlí 2009 03:30 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Fær engar upplýsingar um viðbótarlífeyrissparnað sinn Halldóra Jóna Lárusdóttir, fyrrum viðskiptavinur Spron, fékk sent bréf frá lífeyrissparnaði Spron sem segir að viðbótariðgjöld í lífeyrissparnað bankans hafi ekki verið greidd. Þegar hún athugaði málið og vildi forvitnast um stöðu sjóðsins fékk hún engin svör. Eins og kunnugt er, heyrir Spron nú undir Fjármálaeftirlitið en flestir fyrrum viðskiptavinir Spron hafa verið fluttir yfir til Kaupþings. 8. júlí 2009 15:14
SPRON hunsar álit réttarfars-nefndarinnar Slitastjórn SPRON er heimilt að greiða ógreidd laun rúmlega 100 starfsmanna SPRON á uppsagnarfresti, samkvæmt áliti réttarfarsnefndar. Ekki sé lagabreytinga þörf, eins og slitastjórnin telur. 9. júlí 2009 04:45
Fjölmargir fyrrum starfsmenn SPRON óttast um hag sinn Fjölmargir fyrrverandi starfsmenn SPRON óttast nú um sinn hag þar sem slitastjórn bankans neitar að greiða þeim laun í uppsagnarfresti. Fólkið á ekki rétt á atvinnuleysisbótum og talsmaður hópsins segir margir muni lenda í verulegum vandræðum um næstu mánaðamót. 7. júlí 2009 12:29
Hafa heimild til útborgunar „Það er skilningur minn að slitastjórnin hafi fulla heimild til að greiða út laun," segir Gylfi Magnússon. Um 100 starfsmenn SPRON fengu ekki greidd laun 1. júlí. Taldi slitastjórn að ekki væri hægt að greiða út laun þar sem fyrirtækið hefði aldrei farið í greiðslustöðvun. 4. júlí 2009 04:00
Starfsmenn SPRON eru utan kerfisins Þeir rúmlega 100 starfsmenn SPRON á uppsagnarfresti sem ekki fengu greidd laun 1. júlí síðastliðinn eiga hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né greiðslu úr Ábyrgðarsjóði launa. 7. júlí 2009 03:30