Viðskipti innlent

Umtalsverð lækkun fasteignaverðs í pípunum

Búist er vð því að fasteignaverð lækki umtalsvert á næstunni. Mynd/ GVA.
Búist er vð því að fasteignaverð lækki umtalsvert á næstunni. Mynd/ GVA.
Engan þarf að undra að landsmenn stundi ekki mikil viðskipti með íbúðir um þessar mundir. Íbúðaverð hefur nú lækkað um 30% að raunvirði frá því að það náði hápunkti í árslok 2007 og væntingar eru á þann veg að enn sé umtalsverð lækkun íbúðaverðs í pípunum. Greining Íslandsbanka greinir frá þessu í dag.

Þá er mikil óvissa ríkjandi um bæði efnahagshorfurnar framundan og hvort að gripið verði til einhverskonar samræmdra aðgerða til að koma til móts við skuldavanda heimilanna, en líklegt er að mörg heimili haldi að sér höndum varðandi stórar ákvarðanir á meðan óvissan ríkir um þessi mál.

Capacent Gallup mælir ársfjórðungslega hvort hugur heimilanna í landinu standi til stórkaupa á borð við íbúðarkaup og var síðasta könnun þessa efnis framkvæmd nú í byrjun júní. Þá svöruðu 87% aðspurðra að mjög ólíklegt væri að þeir myndu kaupa hús á næstu 6 mánuðum og 6,5% til viðbótar sögðu það vera frekar ólíklegt. 4,5% aðspurðra sögðu hinsvegar að íbúðakaup á næstu 6 mánuðum væru mjög eða frekar líkleg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×